Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 39
39 stöðugt séu reynd ný afbrigði, sem fram koma, og þau álitlegustu send tilraunastöðvunum, sem annast ræktun útsæðis handa bændum og öðrum, sem kartöflur rækta. 4. Tilraunir með aðra garðávexti, svo sem rófur, kál, jarðarber o. fl.“ Eftir þessu hefur mest verið unnið síðan. í stað þess að beita kröftunum að hinum vandameiri verkefnum, hafa vís- indamenn unnið efir þessum boðorðum, mest að því að undirbúa þýðingarmiklar tilraunir á dlraunabúunum. Þeir hafa verið önnum kafnir við að vinna einföld aðstoðar- mannastörf fyrir tilraunastjórana á Sámsstöðum, Akureyri, Reykhólum og Skriðuklaustri. Hér hafa blátt áfram verið höfð endaskipti á hlutunum. Hve vafasamt þetta er og vanburða kemur best í ljós, ef það er athugað, að það er engin hagsýni né verklag að bæta við fimmta tilraunabú- inu til að vinna þar tilraunaverk, sem auðveldlega er hægt að vinna á gömlu búunum. Og ef gömlu búin hafa van- rækt sum verkefni, bæði af eðlilegum og óeðlilegum ástæð- um, ekki sinnt þeim, eða tekið of linlega á verkefnunum, er það óhóf og mistök að ráða bót á slíku á þann hátt að efna til nýrrar, dýrrar stofnunar, til þess að vinna það, sem vanrækt hefur verið, í stað þess að bæta úr því, sem áfátt var á tilraunabúunum. Hér er um svo alvarlega hluti að ræða og þungan dóm frá minni hendi, að ég tel rétt að draga fram nokkur dæmi máli mínu til sönnunar og skýringar. XIX. Jarðarberin. Búnaðardeildin hefur fengist töluvert við að reyna til ræktunar mismunandi tegundir af jarðarberjum, og með góðum árangri. Þessu hefur verið mjög á lofti hald ið, enda þarft og gott í eðli sínu og nytsamt að vekja trú

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.