Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 44

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 44
44 skólanum, til hægðarauka fyrir stjórnendur Mentaskólans, eða Framhaldsdeildin á Hvanneyri tæki að sér að undir- búa pilta undir venjulegt búfræðinám á Hólum og Hvann- eyri, og prófaði þá til þess náms og inngöngu í skólana. Hvað yrði slíkt kallað annað en fjarstæða og fálm í skóla- málum, endaskipti á öllu eðlilegu. Rannsóknir á kali túna. Árin 1951 og 1952 framkvæmdi mag. Sturla Friðriksson all umfangsmikla rannsókn á þessu þýðingarmikla atriði túnræktarinnar. Kom skýrsla um at- huganir hans út 1954, sem rit landbúnaðardeildar B-flokk- ur nr. 7. Það er fljótsagt, að hér er um mikið þarfaverk að ræða, og að þetta verk gefur auga leið ágœtlega um þörf og þýðingu Bunaðardeildar atvinnudeildar háskólans, ef sér- fræðingar hennar ganga sina réttu braut. Þessi rannsókn er verk, sem tilraunastjórum tilraunabúanna var óhægt um vik að' vinna, sérfræðingum Búnaðardeildar var eðlilegt að vinna það í samráði við tilraunastjórana. Fleira skal ekki rætt til sönnunar máli mínu um það, hve mislagðar hafa verið hendur undanfarið, um eðlilega og rétta verkaskiptingu milli tilraunabúanna og Búnaðar- deildar. Um leið hef ég með fullum vilja nefnt dæmi um hið gagnstæða, hvernig vel er gert. Á því, sem miður fer, er auðvelt að ráða bót, og á því verður að ráða bót. Framtíð Búnaðardeildar veltur öll á því, að þetta verði gert rökrétt og skörulega. En til þess að raunrétt verkaskipting komist í heilbrigt horf, þarf hvort- tveggja að ske, að tilraunabúin séu gerð starfshæf að starfs- kröftum, og að Búnaðardeildin eignist sitt eigið tilraunabá við sitt hæfi með ríkulegu landi, tilraunagróðurhúsum, þar sem kælingu og frosti verður við komið, o. s. frv. Þetta er allt auðveldlega framkvæmanlegt, ef rétt og hátt er horft. Hamingjan gefi að það verði gert. Minn skerfur til góðr- ar lausnar getur ekki annað en lítill orðið. í þessari grein hef ég reynt að leggja fram það, sem ég

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.