Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 46
46
stundafjölda mestmegnis bókleg fræði. Bændaskólarnir
verða aldrei hlutgengnir við tilraunir, né sæmilega sam-
starfshæfir við aðrar tilraunastofnanir, fyrr en þessari van-
skipan verður breytt til batnaðar. Auðvitað eiga kennarar
bændaskólanna að vera ársmenn skólanna og vinna þeim
að öllu leyti alveg eins og skólastjórarnir. Hver kennari á
að hafa sínum skyldustörfum að gegna við sinn skóla, auk
kcnnslunnar. Með því móti verða skólarnir full starfshæfir,
bæði sem kennslustofnanir, tilraunabú og kennslubú, fyrr
ekki. Verður það mikla mál eigi rætt hér nánar.
Af störfunum, sem bíða Búnaðardeildar, skal fátt eitt
nefnt. Þar ber jurtakynbœturnar hœst. Því starfi hefur mið-
að lítið áleiðis, enda engin sanngirni að ætlast til að mikið
hafi verið að gert. Engar aðstæður hafa verið fyrir hendi til
þess. Nokkuð mun hafa verið að því gert að safna mismun-
andi stofnum og einstaklingum íslenzkra fóðurjurta. F.r
það þýðingarmikið og þarft verk. Hér er til mikils að vinna.
Hugleiðum aðeins hinn mikla vanda og úrlausnarefni að
gera snarrótina, melgrasið og húsakornpuntinn að ræktuð-
um túngrösum. Þá má einnig nefna íslenzka hávingulinn.
í sambandi við sandgræðslu og skógrækt er mikil jurta-
ræktarrannsóknaverk að vinna. Margt er það annað, sem
að réttu ráði er beinlínis í verkahring jurtaræktarsérfræð-
inga Búnaðardeildar, en eigi við hæfi tilraunabúanna, og
ný verkefni koma alltaf fram, hversu vel sem er unnið, og
jafnvel því fremur sem betur er unnið.
Vinnurannsóknir margvíslegar verða mikilsvert og eril-
samt starf í Búnaðardeildinni, þegar eðlileg samvinna og
samsteypa er komin á. Best fer á að þeim sé stjórnað þaðan
og auðvitað að verkfæratilraunum meðtöldum.
Loks er að nefna eitt atriði mjög mikils vert, sem mjög
snertir stórbætta samvinnu og verkaskiptingu milli tilrauna-
búanna og Búnaðardeildar. Vísindamenn Búnaðardeildar
hafa ólíkt betri aðstöðu til þess að fylgjast vel með út á