Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 47

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 47
47 við en tilraunastjórar tilraunabúanna, þó að auðvitað verði þeir líka að gera það. Búnaðardeildin getur verið og á að vera einskonar sjónauki tilraunabúanna allra, til þess að fylgjast með og koma auga á allt það utan landsteinanna, er að gagni má verða, og sem til mála getur komið að reyna á tilraunabúunum. Búnaðardeildin á einnig að hjálpa til að fá plöntur og fræ o. fl. til tilrauna, ef það fæst ekki að eðli- legum verzlunarleiðum. Þetta á Búnaðardeildin að gera, án þess að gerast neinn hjálparkokkur við undirbúnings- athuganir og byrjunartilraunir, eins og deildin gerir nú, vegna óeðlilegrar verkaskiptingar, svo sem ég hef nefnt margsinnis hér að framan. Þetta vökustarf Búnaðardeildarinnar getur orðið mjög mikilsvert, ef vel er á haldið. Verkefnin bíða deildarinnar, mikil og stór. Hvert ár, sem líður, áður en skipað er til starfa á heppilegan hátt og við sem bestar aðstæður, er stórkostlegt tap fyrir bændur í öllum sveitum lands vors, og um leið fyrir þjóðina alla. XXI. Lokaorð. — Það sem mest riður á að hafa i huga. 1. Atvinnudeild háskólans mun liðast sundur og verða lögð niður. Við það má miða tillögur um framtíð Bún- aðardeildar. Við Jfer tillögur verður einnig að hafa í huga framtíð Framhaldsdeildarinnar, sem nú er á Hvanneyri. 2. Hið bezta úrrœði og hið eina, sem fyllilega samrýmist hagsmunum og virðingu búskapar og búfræða, er að flytja Búnaðardeildina að Hvanneyri, og sameina Bún- aðardeild og Framhaldsdeild o. fl. i eina stofnun. Þannig verði komið upp fullkominni búnaðarstofnun á Hvanneyri. 3. Nothæft úrræði, en hvergi nærri eins heppilegt né

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.