Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Qupperneq 48
48
virðulegt fyrir búskap bænda, er að koma upp bún-
aðarstofnun í næsta nágrenni Reykjavíkur, þar sem
saman fari tilraunabú, rannsóknir og kennsla, og verði
þar sameinað í byggingum og öðru á staðnum, starf-
semi Búnaðardeildar, sem nú er í Reykjavík, og fram-
haldsdeildar þeirrar, sem nú er á Hvanneyri.
Heppilegasti staður fyrir þessa stofnun, er í landi
Arnarness í Garðahreppi, á landi er jaðrar að nokkru
leyti við Vífilsstaðaland. Er sá staður glæsilegur um
allt, svo sem bezt getur verið í nágrenni Reykjavíkur.
4. „Urræði“ og tillaga, sem ekki má verða að veruleika,
sökum þess, að það er í alla staði óheppilegt og van-
sæmandi fyrir landbúnaðinn og bændur, er að flytja
Framhaldsdeildina frá Hvanneyri til Reykjavíkur,
sameina hana Búnaðardeildinni til húsa innan núver-
andi þéttbýlis í Reykjavík, en búa tilraunum þessarar
stofnunar sama stað á lítilli landspildu utan borgarinn-
ar, án verulegra bygginga á staðnum og án búsetu þar.
Slík húsmennsku-aðstaða við tilraunir á vegum bún-
aðarstofnunar verður aldrei annað en lágkúruskapur
og of lítils virði fyrir málefni bænda og búskapar.
Janúar 1957.
*