Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Blaðsíða 53

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Blaðsíða 53
53 Landvinnsluverkfæri með dráttarvél eru þessi: „Bist“plógur, einkum fyrir mýrlendi, sem búið er að þurrka, hann getur rist svo djúpt sem þörf gerist og óskað er. Um vinnslu mýrlendis vil ég geta þess, að ég hef séð tvær aðferðir notaðar. Önnur er sú, að plægja snemma á vori, leggja strengina flata, og þá oftar en hitt að sá í landið kartöflum. Hin aðferðin er að plægja landið þegar gróður tekur að falla, láta strengina rísa á rönd og 'liggja þannig yfir veturinn, svo að vetrarfrostin fái unnið á þeim. Hygg ég að sú aðferð muni reynast betur, þar sem um grasrækt eina saman er að ræða. Auðvelt er hverjum járnsmið að smíða þennan plóg. Tveggja eða þriggja botna (skera) plógur ætti að vera sam- eign nokkurra bænda, því að enginn einstakur bóndi hefur nægilegt verkefni fyrir hann. Hann er varla notaður nema við kartöflu- og grænmetisrækt í stórum stíl, eða til að end- urplægja gamalt sáðland. Sá plógur hefur reynzt bændum tvíeggjað sverð, og hann ætti alls ekki að nota, þar sem gróð- urmoldarlagið er þunnt. Við vinnslu þess konar lands hafa diskplógur, diskaherfi og rispa (líklega tætari) reynst bezt. Rispa (cultivator), með hinum mörgu hnífum, sem henni heyra til, hefur mikið verið notuð við iandvinnslu, sérstak- lega er hún góð, þar sem gróðurmoldin er grunn, og hún má ekki blandast við hinn dauða jarðvegsgrunn. Þá hefur rispan einnig reynzt vel í kalárum. Þegar jörð kelur, sem oft vill verða hér eins og heima, þá tætum við kalblettina þegar á sama vori sundur með rispu, herfum síðan, og sáum 16— 25 pundum af höfrum með grasi, eða ef gras er ekki með, þá 64 pundum af höfrum í ekru (ca. 4000 m2). Hafrarnir eru síðan saxaðir í vothey. Sáðvél með áföstum áburðardreifara. Reynslan hefur sann- að, að sé 50 pundum áburðar á ekru dreift jafnframt því sem fræinu er sáð, gefur það plöntunum jafnmikið næring-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.