Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Qupperneq 56
56
stemma stigu við útbreiðslu fjárpesta, þar sem fénu er hald-
ið innan girðinga á hverjum bæ, en gengur ekki allt saman
um heilar sveitir.
í því sambandi vil ég benda á, að sáning vetrarrúgs til
beitar hefur gefizt vel hér. Ef honum er sáð snemma í ágúst,
gefur hann góða haustbeit, og hann sprettur til vorbeitar
talsvert á undan þeim grastegundum, sem ég þekki, nema
einni tegund hveitigrass, sem er álíka snemma á ferðinni.
En eins verður að gæta, ef beitarféð heldur ekki vexti hans
niðri meðan gróðurinn er sem örastur, verður að skipta um
beitiland, og beita nautgripum um tíma í rúginn, svo að
engin hætta verði á. að hann hlaupi í legg.
Á ferðum mínum heima tók ég eftir því, að fíflar valda
víða allmiklu tjóni í ræktuðu landi. Nú er komið úðalyf á
markaðinn hér, sem eyðileggur fíflana, en veldur engu tjóni
á grasvexti. Til eru tæki til úðunar, sem bæði eru fljótvirk
og ódýr. — Annars tíðkast hér mikið að nota litlar flugvélar
til að úða með land til eyðingar illgresis, þar sem um víð-
áttumikil svæði er að ræða. Hins vegar er mér ekki kunnugt,
hvort enn eru til úðalyf sem eyða arfa úr matjurtagörðum.