Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Síða 60
60 10 ha. I sjálfu sér þarf þetta ástand ekki að vera neitt ógn- andi, ef það væri í samræmi við rökstuðninginn hér að fram- an. hað gæti ekki talizt neitt óeðlilegt, þótt 4—5 býli með minni tún en 10 ha væru að meðaltali í hreppi, nýbýli með- talin, en þau hefja mörg tilveru sína með 4—5 ha túni, og hlýtur því jafnan nokkur hluti þeirra að vera með tiltölu- lega lítil tún. Gallinn er, að málið er bara ekki svona vaxið. í mörgum sveitum hefur ihvert einasta byggt býli meira en 10 ha tún, en í öðrum sveitum og byggðalögum næst varla þessi tún- stærð á nokkru býli. Þannig má finna á sumum stöðum á landinu heil byggðalög eða sýslufélög, er sýnilega hafa dreg- ist aftur úr um alla framleiðslu og framkvæmdir, en til þess að meta þetta réttilega er túnstærðin ekki hagkvæmur mæli- kvarði, þar er bústærð og framleiðsla vafalaust miklu nær lagi og í alla staði eðlilegri grundvöllur. Rannsókn á þessu, sem formaður Stéttasambands bænda og Framleiðsluráðs mun hafa látið gera, hefur leitt í ljós, að ástæður bænda hvað bústærð og framleiðslu áhrærir eru mjög misjafnar eftir landshlutum, og sums staðar svo bág- bornar, að eigi er viðunandi. Hvort þetta fer að einhverju leyti saman við túnstærð veit ég eigi, en vel má svo vera, en þó að svo sé, er það alröng ályktun, að þetta sé hægt að lag- færa með því að auka túnstærð býla í þessum byggðalögum upp í 10 ha minnst. Við verðum að skyggnast dýpra í þessi mál, ef lagfæring á að fást og fyrst og fremst að finna svar við þeirri spurningu: Hvers vegna hafa þessi byggðalög dregist aftur úr? Hvað styrki til búrekstrar, bygginga og ræktunar, áhrærir, hafa þau setið við sama borð og önnur byggðalög, er betur hefur vegnað, og þótt hér á landi sé verulegur munur milli byggða á landgæðum og veðurfari, þ. e. náttúrlegum skilyrðum, nægir hann eigi til að útskýra þessa misþróun, enda ekki ætíð til staðar, þótt svo kunni að vera í sumum tilfellum.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.