Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Blaðsíða 61
61
Engn ástæða ei að ætla, að bændur þessara byggðalaga
séu í eðli sínu minni framkvæmdamenn og lélegri bændur
heldur en gerist og gengur.
Ég held að það, sem fyrst og fremst veldur þessu, séu
ófullnægjandi samgöngur frá þessum byggðalögum og innan
þeirra og léleg markaðsaðstaða. Það er þennan aðstöðumun,
sem þjóðfélagið fyrst og fremst þarf að jafna, og sé það ekki
gert stoðar lítið eða ekkert að ýta undir bændur á þessum
svæðum að auka túnræktina upp í 10 ha. í raun og vera er
öll fjárfesting á þessum stöðum óviturleg, meðan þeim
grundvallaratriðum, sem eiga að gera fjárfestinguna arð-
vænlega, er ekki kippt í lag. Þetta held ég að ráðamenn
þjóðfélagsins verði að reyna að gera sér ljóst og hætta að
einblína á þá meinloku, að orsökin til þessa lélega búnaðar-
ástands í sumum byggðum landsins sé sú, að mörg býli þar
hafa ekki 10 ha tún.
Það sorglega er, að þótt öllum hugsandi mönnum mætti
vera þetta ljóst, þá kjósa margir heldur gagnslítið kák held-
ur en raunhæfar aðgerðir, kjósa heldur nokkurra króna
styrk í eigin vasa, heldur en bætta aðstöðu til lífsbjargar, og
satt að segja held ég, að þar sem ástandið er verst, geri fólkið
sér enga ljósa grcin fyrir hvað góðar samgöngur eru og hvaða
þýðingu þær hafa fyrir atvinnulífið, afkomuna og alhliða
menningu.
Næst þegar ráðamenn þjóðfélagsins finna hvöt hjá sér til
að rétta hag þeirra byggðalaga eða sveita, er dregist hafa aft-
ur úr í ræktunar- og framleiðslumálum, þá held ég að þeir
ættu fyrst og fremst að leggja fyrir sig þá spurningu og reyna
að finna svar við henni: Hvernig er hægt að bæta samgöngur
og aðstöðu þessara byggða til markaðar? En hætta að ein-
blína á 10 ha túnstærðina, sem eitthvert heilagt takmark,
því að túnin stækka vaflaust af sjálfu sér, þar sem aukning
þeirra er þörf, þegar hitt er fengið.