Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 62

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Page 62
62 II. Vilja bændur ríkisrekstur? Til skamms tíma hafa bændur landsins yfirleitt gætt hófs í kröfum sínum til hins opinbera og lifað samkvæmt þeirri reglu, að gera fyrst og fremst kröfur til sjálfra sín og gefa ríkisvaldinu sem minnst tangarhald á sér, en nú í seinni tíð er þetta orðið allmjög breytt. Ástæðan til breyttrar afstöðu bænda í þessum efnum er vafalaust sú, að nú um langt skeið hafa þeir mátt horfa upp á það, að aðrar stéttir gerðu sífellt æ ofan í æ kröfur um aukin laun og hlunnindi og fengu þeim framgengt, og að ríkisvaldið tekur í sívaxandi mæli ábyrgð á afkomu annarrar aðalframleiðslugreinar þjóðar- innar — sjávarútveginum. Bændur hafa því ályktað sem svo: Þegar allar aðrar stéttir gera kröfur látlaust og fá þeim öll- um framgengt, þá verðum við að gera slíkt hið sama eða verða troðnir undir að öðrum kosti. Ekki dettur mér í hug að trúa því, að bændur hafi í raun og veru samúð með þeirri gegndarlausu kröfupólitík, sem hér hefur verið rekin á undanförnum árum af ýmsum sterk- um stéttasamtökum, og sem leitt hefur til þess, að Alþingi og ríkisstjóm hafa ekki við að leggja á skatta og tolla til þess að reyna að reitn ránsfenginn aftur af þjóðfélagsþegnunum, en bændastéttin í þessu landi er ekki orðin öflugri en svo, að hún finnur vanmátt sinn til þess að taka afstöðu gegn ósóm- anum og velur þann kostinn að dansa með og reyna á elleftu stundu að hramsa til sín, eins og aðrir það, sem hún má, úr fjárhirzlum þjóðfélagsins, meðan eitthvað er að hafa, þótt hún hafi orðið helzt til viðbragðssein og verði því sennilega alltaf afskipt. En þótt þetta kunni að vera skiljanleg afstaða hjá þeim, sem finnur vanmátt sinn til að standa á réttu máli, og þótt það sé ailtaf hægara að láta sig fljóta með straumn- um heldur en stríða gegn honum, þá er ég ekki viss um, að bændur hafi almennt gert sér ljósa grein fyrir afleiðingum þessarar stefnubreytingar. Mín skoðun er sú. að ekkert fáist án endurgjalds, annað

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.