Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 63

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1957, Side 63
63 hvort verðum við að láta í staðinn veraldleg eða andleg verð- mæti, en nóg um það. Hitt mætti öllum vera ljóst, að ríkis- valdið getur ekki látið neitt í té, lagt þegnunum neitt til, án þess að taka eitthvað í staðinn, og nú þegar efnahagslífi þjóðarinnar er svo komið, að allar kröfur þjóðfélagsþegn- anna um hærri laun, meiri fríðindi eða bætt lífskjör yfirleitt, eru í raun og veru kröfur á ríkið, vegna þess að atvinnulíf- inu er haldið uppi með styrk frá ríkinu og á ábyrgð þess, þá eru þessar kröfur í raun og veru ekkert annað en kröfur um aukin afskipti n'kisvaldsins af högum okkar og athöfnum. Þetta ætti að vera nokkurn veginn auðskilið. Ríkisvaldið í lýðfrjálsu landi er umboðsvald, er tekur vald sitt frá þjóð- félagsþegnunum — kjósendunum. Þess meira sem þeir krefj- ast af ríkisvaldinu, því víðtækara umboð verða þeir að gefa því, og þess meiri verða afskipti þess af högum þjóðfélags- þegnanna. Kröfur okkar til ríkisvaldsins eru því óbeint kröfur til okkar sjálfra um að gefa umbjóðendum okkar, Alþingi og ríkisstjórn, víðtækara vald til íhlutunar og af- skipta um viðfangsefni okkar og þá um leið ávísun til frek- ari skattheimtu á okkur. Öll sú skefjalausa kröfupólitík, sem rekin er hér í þessu landi, stefnir því að aukningu ríkis- valdsins á kostnað almennings, miðar að hraðvaxandi ríkis- rekstri. Augljóst er hvtrt stefnir, þegar athuguð er sú krafa bænd- anna, að ríkisvaldið tryggi þeim fullt áætlunarverð fyrir framleiðslu sína samkvæmt verðlagsgrundvelli. Þessi krafa hefur komið úr ýmsum áttum og undir nafni bændasam- taka, er kenna sig við lreil héruð og sýslur, og má því ætla, að stefna þessi eigi nokkru fylgi að fagna. Það er því ekki úr vegi að reyna að gera sér grein fyrir, hvað af því mundi leiða eða hvað það mundi kosta, ef orðið yrði við þessari kröfu. Hver sá, er reynir að sjá jafnlangt nefi sínu, hlýtur að skynja það, að ógerlegt er að uppfylla þessa kröfu, án þess að setja jafnframt ákveðnar ’hömlur. Ættu bændur þess kost, «

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.