Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 2
2
af ykkur, aldamótakynslóðinni, sem ráðið hefur ferðinni
liðna áratugi, megi sjá götuna fram undan skýrar en áður,
er þeir hugsa um umtalsefni mitt í dag.
Þegar undan eru tek-
in túnin á Akureyri,
Siglufirði og Ólafsfirði,
sem ekki heyra Eyja-
fjarðarsýslu til nú, þá
voru túnin í Eyjafirði
fyrir um 50 árum nálægt
1600 hektarar að stærð.
Mikið af þeim var þýft,
en síðan um aldamót
hafa þau svo til öll verið
sléttuð, eða um 1570 ha.
Fyrir hálfri öld voru
þau vel flest ógirt, nú
munu þau flest eða ef
til vill öll vera girt, og
allmörg þeirra eru nú
hólfuð í sundur, enda er
slíkt nauðsynlegt, þegar
ætlunin er að beita þau, og hafa þeirra full not.
Og jafnframt því sem þið hafið sléttað og girt gömlu
túnin hafið þið árlega bætt við þau, brotið nýtt og nýtt
land utan túns, aukið við þau 3900 ha, svo nú eru túnin
orðin yfir 5500 ha að stærð. Þið áttuð líka því láni að fagna,
að meðal ykkar starfaði Ræktunarfélag Norðurlands, en
fyrir starf þess var fyrst byrjað að rækta upp tún með gras-
fræsáningu, og fyrsti tilbúni áburðurinn, sem til landsins
fluttist og nokkuð var notaður af bændum, var fyrir til
verknað þess fluttur til Akureyrar og notaður af eyfirzkum
bændum. Eyrir hálfri öld, fengust liðugir 50.000 hestar af
túnunum, en nú fást af þeim um 250.000 hestar eða 5 sinn-
Páll Zóphóniasson.