Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 6
6 Aldamótakynslóðin var hugsjónakynslóð. Hún skildi, að enn er guð að skapa, og hún tók höndum saman við hann og vann með honum að því að fegra Eyjafjörð, að því að búa komandi kynslóð betri starfsgrundvöll. Það má öllum augljóst vera, að allar þessar miklu fram- kvæmdir, allar þessar miklu umbætur á jörðum, húsum og skepnum hafa kostað mikla vinnu, mikla fyrirhyggju og mikið fjármagn. Eyfirzkir bændur liafa eins og aðrir átt völ á lánum til margra þessara framkvæmda, en þegar þess er gætt, að þau eru 15 til 60% af áætluðu kostnaðarverði framkvæmdanna, má öllum ljóst vera, að þau liafa hrokkið skammt. Þeir liafa líka fengið sitt jarðræktarframlag á jarðabæturnar, og það er 15—30% af áætluðu kostnaðarverði, svo skammt hrekkur það. Hér þarf fleira til að koma, ef skilja skal, hvernig þeir hafa afkastað þessu öllu, sem ég lief nefnt og þið þekkið af eigin raun. Það sem hér skiptir mestu máli er það, að bændur þessa lands hafa aldrei verið aktaskrifarar. Þeir hafa aldrei hugs- að um, hvaða laun þeir mundu bera úr býtum fyrir þetta eða hitt handtakið. Kaupstaðabúanum, sem gerir áætlun um hvað sléttan kosti, hvað húsið kosti o. s. irv., láist að gera eða getur ekki gert ráð fyrir þeim mismun, sem er á vinnu áhugamannsins og hengilmænunnar. Kringum 1934 bjó ég á Ránargötu í Reykjavík, og þurfti því að ganga þvert yfir Garðastræti þegar ég gekk í bæinn. Þá var verið að grafa fyrir vatnsleiðslu í Garðastræti. Eitt sinn er ég gekk þar yfir var maður niðri í skurðinum að vinna. Eg þekkti hann nokkuð. Hann stóð og studdi sig við skóflu sína með annarri hendinni, en hélt á sígarettu í hinni, og saug hana öðru hvoru. Eg renndi augunum eftir manna- röðinni í skurðinum og sá, að margir unnu líkt og þessi maður, og sagði við hann í tón, sem hann ekki gat misskilið: „Það er naumast að þið keppist við“. Og ég fékk þetta svar:

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.