Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 9
staklinga, og notaðan eftir þeirra geðþótta. Heppnast ykk-
ur, næstu kynslóð, að vinna með guði almáttugum að því
að skapa? Haldið þið aðeins við, eða spillið þið því, sem
þið takið við? Það fer mikið eftir því hvaða lífssjónarmið
þið mótið í sái ykkar. Maðurinn lifir ekki af einu saman
brauði. Hann mótast í hugsun og starfi af sínu umhverfi.
Hann lifir í tengsfum við aðra þjóðfélagsþegna og í þeirn
öllum iifir guðsneistinn, því í mynd guðs almáttugs erum
við allir skapaðir. Og eftir því hve vel okkur tekst að þroska
og glæða guðsneistann í okkur og okkar samverkamönnum,
fer það hvernig við störfum. Þegar Ingólfur Arnarson hafði
landsýn kastaði liann öndvegissúlum sínum fyrir borð og
bað þess sína guði, að þeir létu þær reka þar á land, sem
honum væri hagkvæmast að búa. Eins og þið vitið kom
hann að landi við Ingólfshöfða, en þar voru ekki súlurnar,
en svo sannfærður var Ingóffur um handleiðslu guðanna, að
hann leitaði í þrjú ár meðfram endilangri strönd landsins,
þar til hann fann þær í Reykjavík. Hann treysti sínum guð-
um. Við vitum, að við erum skapaðir í guðsmynd. Við vit-
um að guðsneistinn er í okkur öllum. En leitum við hans?
Reynum við að finna hann og glæða í brjóstuin annarra?
Ég veit það ekki, en ég veit með vissu, að ef við leitum hans
eins trúlega og Ingólfur leitaði að súlunum, þá tekst okkur
líka að finna hann og láta hann stjórna gerðum okkar og
breytni. Þess vegna er það beiðni mín til ykkar Eyfirðingar,
að þið leitið hans. Gerið þið það er víst, að þið finnið
hann, því sá finnur er leitar af einlægni og festu, og þá
veit ég líka fyrir víst, að þið verðið framvegis samverka-
menn guðs við að skapa, haldið áfram starfi aldamótakyn-
sfóðarinnar við að bæta lífsskilyrðin á jörðu hér og göfga
og fullkomna guðsneistann í ykkur sjálfum og samborgur-
um ykkar. Þá gangið þið áfram til gagns götuna frameftir
veg næstu hálfu öldina, og Eyjafjörður fríkkar og batnar
með hverju árinu sem líður.