Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 10
Þensla og fullnýting
Fjárfestingar- og framleiðslustefna.
I landbúnaði, sem og í öðrum atvinnuvegum og dagleg-
um viðhorfum vorum og umsvifum, koma tvö ólík sjónar-
mið mjög til greina. Annað er að berast mikið á, hafa mikið
olnbogarými, miklar framkvæmdir, stóra jörð, víðlent tún
og garða og margt fénaðar og þá að sjálfsögðu mikinn húsa-
kost og véla. Hitt sjónarmiðið er að hagnýta framleiðslu-
getu hvers og eins, jarðar og búfénaðar, til liins ýtrasta og
hafa ekki meira undir höndum en það, sem hægt er að láta
svara hámarksarði, og sníða framkvæmdir allar og fjárfest-
ingu við það. Fyrrnefnda sjónarmiðið mætti nefna fjárfest-
ingarstefnu, því af því leiðir mikil fjárfesting í bústofni og
framkvæmdum. Hitt vil ég nefna framleiðslustefnu, því það
stefnir að því að fá sem mestar afurðir — framleiðslu —
eftir hverja einingu fjárfestingar.
Það er ekki ætlun mín að upphefja aðra þessa stefnu en
fordæma hina. Báðar geta þær verið réttmætar og val þeirra
fer eftir ýmsum ytri og innri aðstæðum, svo sem landshátt-
um, markaði, verklegri- og fjárhagslegri aðstöðu, stigi bú-
reksturs, hæfni og eðli einstaklingsins o. m. fl. Þannig getur
það verið réttmætt í víðlendu, líttnumdu landi að hafa
margt fénaðar eða nota mikið land, en keppa lítt til há-
marksafurða í uppskeru eða afrakstri. Margt fénaðar en
léleg nýting afurðahæfninnar getur verið réttmæt á land-
góðum fleitingsjörðum, þar sem fóðurkostnaður getur ver-
ið lítill og varzla fénaðar eigi erfið úr hófi fram. Það er að