Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Page 19
19
á einstrengingshætti og þvergirðingsskap. Má í því sam-
bandi nefna næsta ósanngjörn gjöld a£ rafhreyflum og þó
einkum súgþurrkunarhreyflum, sem aðeins eru notaðir
skamma hríð um hásumarið og svo það, að á sama tíma er
raforka til býla skorin svo mjög við nögl, að á býlum með
stóra súgþurrkunarblásara er hún alveg ófullnægjandi. Súg-
þurrkunin er þýðingarmeira atriði hér en í flestum öðrum
löndum, og orkuþörf landbúnaðarins því hlutfallslega meiri
hér um hásumarið en víðast hvar annars staðar, en geta
rafveitnanna til að fullnægja þörfinni líka mest þá. Á þessu
kunna að vera einhverjir tæknilegir örðugleikar, og þá þarf
að reyna að leysa. Þeir, sem búa í skjóli kaupstaða og þorpa
geta valið sína súgþurrkara eftir vild og hlöðustærð og
fengið næga raforku til að drífa þá, þetta vilja aðrir bænd-
ur einnig geta.
Þótt véltæknin sé góð og nauðsynleg íslenzkum landbún-
aði er ekki hægt að neita því, að hún hefur sínar öfgar og
alltof langt hefur verið gengið í því að hverfa algerlega frá
notkun hesta og hestatækja. Við sum létt störf svo sem
marga daglega flutninga á býlunum, rakstur á dreif, jafnvel
dreifingu tilbúins áburðar, illgresisherfingu, hreykingu og
m. fl. hentar hestur og hestatæki betur eða eins vel og
dráttarvélar og véltæki og engin hagsýni er í því að binda
dráttarvélar við slík störf, þegar nóg önnur verkefni bíða
þeirra.
Fullnýting afurðaheefni búfjárins.
Alveg eins og við keppum að því í jarðræktinni að fá sem
mesta uppskeru af hverri flatareiningu ber að keppa að því,
að búfénaðurinn gefi sem mestar afurðir. Hlutverk búfjár-
ræktarinnar er að breyta fóðri í fæðu, og því afkastameiri
sem hver einstaklingur hjarðarinnar er við þetta breytingar-
starf því betra. Áður en búfénaðurinn getur farið að fram-
leiða afurðir þarf þörfum hans til vaxtar og viðhalds að vera
2*