Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 26
SIGURÐUR EGILSSON: Nokkrar minningar frá bændanámskeiði að Grund í Eyjafirði Vorið 1913 var haldið bændanámskeið á Grund. Hatði vorað óvenju vel og snemma, svo að jörð var alauð upp undir fjallabrúnir. Allmargir Þingeyingar gerðust því þátttakendur í nám- skeiðinu og munu flestir hafa farið gangandi, því á þeim árum óx engum í augum að ganga bæjarleið og jafnvel nokkrar, þó nú á dögum finnist þess dæmi, að menn bíði lengri tíma eftir ökuferð, en taka mundi að ganga sama veg. Lengsta leið áttum við úr Reykjahverfi og Aðaldal, en þaðan voru að minnsta kosti 10 menn. Námskeiðið var fjölmennt og mun fyrst og fremst hafa orðið ógleymanleg skemmtisamkoma, einkum yngri mönn- unum, því fátt eitt man ég af því, sem til fróðleiks átti að vera, en hins vegar ýmislegt annað, þótt liðin séu 45 ár. Þó vorum við yfirleitt ágætir áheyrendur, með vakandi athygli og ráðnir í að njóta alls, sem bjóðast kynni. Fyrirlesarar voru þarna margir og góðir, þar á meðal þeir feðgarnir Matthías Jochumsson og Steingrímur, sonur hans, en þeim var annað ætlað, en bein fræðsla í búvísindum. Man ég að erindi Matthíasar hét „Heimur batnandi fer“, en Steingríms: „Heimur versnandi fer“. Efni erindanna er mér að vísu gleymd, en bæði þóttn þau góð, hvort á sína vísu. Báðir töluðu að nokkru leyti í gamansömum tón, en

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.