Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Page 29

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Page 29
29 höldum og miklum gleðskap. Rar þar mest á Hallgrími Kristinssyni. Samt leið mér fjallið nafnlausa aldrei úr minni og þótti ærin skömm að því að ganga á hálfgefin loforð um heim- sókn þangað. Loks varð það úr. að við Jón Jónsson frá Brekknakoti lögðum af stað kl. 4 um morguninn og klifum fjallið á skammri stund í glansandi morgunbirtu og góðu skyggni, svo að útsýnis naut, eins og bezt mátti verða. Sett- um við þar nöfn okkar í vörðu og sungum: Frjálst er í fjallasal. Að því búnu renndi ég mér á rassinum stytztu leið austur af hnjúknum, en þar var mjúkur snjór í brattri brekku og tókst mér að halda sama snjónum kyrrum undir mér að mestu og nota sem sleða. Tók aðeins fá andartök að komast niður efstu og bröttustu brekkuna. Aftur á móti vildi Jón ekki hætta buxum sínum og gekk norðaustur af tindinum og mátti ég bíða hans nokkuð lengi. Þegar ofan kom voru flestir í svefni, nema Matthías skáld, sem mætti okkur fyrstur og spurði hvaðan við kæmum, en er við sögðum honum það, hélt hann fyrst að við værum að spauga, því hann hafði séð okkur í veizlunni, en trúði okkur þó að lokum. Þá vildi hann vita um heiti fjallsins, er við þóttumst hafa klifið um morguninn, en við töldum það nafnlaust vera mundi til þessa. „Þá er bezt að það heiti Jómfrúin héðan í frá“, sagði Matthías og þannig er þetta nafn til komið, sem mun hafa loðað við það að nokkru um tíma, en ekki öðlazt fulla festu. Þegar menn komu á fætur um morguninn og ferðasaga okkar tók að kvisast, vildu fáir eða engir trúa okkur, en við buðum öllum vantrúuðum að ganga á fjallið og sjá nöfnin okkar í vörðunni og kusu margir fremur að trúa, en að leggja það erfiði á sig, og sannað gátum við fjarvist okkar, þó þeir illgjarnari héldu því fram, að við hefðum bara farið á bæi í grenndinni.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.