Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 31
PÁLL GUTTORMSSON: Frá skógræktinni í Norður-Noregi Efnið er tekið úr dagbókum, rituðum á ferðalagi í Norður-Noregi sumarið f956. Heimildir um veðurfar eru fengnar frá veðurstofunni f Osló. Nokkur orð um vöxt rauðgrenis i Norður-Noregi. Ferðamaður sem kemur frá Narvík og er á leið norðureftir Bardú- og Málselvdal, sem eru á 68° 65' — 69° 35' n. br., hlýtur að undrast, hve dalirnir eru vaxnir víðáttumiklum og vöxtulegum skógi. Það er seint í júnímánuði, nokkrar snjófannir eru þá enn óleystar efst í birkiskóginum og við skógartakmörkin í 600 m hæð yfir sjó. Neðar í dalnum vex fura, er myndar skóga; er hæð trjánna 10—20 m og gildleiki (þvermál) 12—40 cm. Allmik- ið er þar af kornungum furuskógi; þær furur eru vaxnar upp eftir ríkuleg fræár, er voru árin 1937 og 1947, með 10 ára millibili. Þar neðar í dölunum vex einnig birkiskógur, og er hann óvenjulega beinvaxinn. Há fjöll eru beggja megin við dalina, eru hæstu fjöllin nær 1500 m yfir sjávarmál. Lauftrjáategundirnar, birki, elri og ösp, vaxa mjög langt upp eftir hlíðum fjallanna, og hefir birkið á einum stað teygt sig upp í 700 m hæð yfir sjó. Nú eru að vaxa upp þar á stærri og minni teigum greni, og sé vel að gáð, þegar farið er eftir veginum, má koma auga á litlar greniplöntur á milli birkitrjánna, og fer þeim mjög fjölgandi með hverju ári.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.