Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 35
35
y4 af því landi, sem þegar er gróðursett í. Sumt af því er
niður undir firðinum. Taka síðan gróðursetningarfletirnir
við hver af öðrum út eftir hlíðinni í 30—80 m hæð yfir
sjávarmál. Hlíðinni hallar á móti norðaustri. Botngróður-
inn í birkiskóginum er bláberjalyng, aðalbláberjalyng, blá-
gresi, sumstaðar nokkuð af skógarmosa, gras mjög sjaldgæft,
en burknar all algengir og einnig einir.
Fyrir 10 árum var mældur upp 33 ára gamall rauðgreni-
teigur. Meðalvöxturinn var 3.5 m3 á ha, og síðustu 5 árin
8.5 m3 á ha til jafnaðar á ári. Flæðin var frá 5—11.5 m, og
þvermálið 6—20 cm. Arssprotinn það ár var til jafnaðar
30 cm. í 18 ára aldursflokki var hæðin 3 m að meðaltali, og
hæðarvöxturinn síðustu 3 árin 35 cm árlega til jafnaðar.
Elztu plöntuteigarnir hafa þrisvar sinnum borið ríkulegt
fræ.
Ekki er héðan haldið án þess að renna huganum út í
Úlfsey. Þar var hafið gróðursetningarstarfið 1917, er Thor-
vald, Giœver var frumkvöðull að. í þá landareign er nú
búið að gróðursetja í 26 ha um þessar mundir, og er sagt,
að greninu fari ágætlega fram.
Núverandi fylkisskógameistari í Troms skrifaði fyrir
nokkrum árum: „Thorvald Giæver hefur með óvenjuleg-
um dugnaði og bjartsýni hrundið í framkvæmd gióðursetn-
ingu í landareign sinni. Fyrir utan sína eigin ágætlega
heppnuðu gróðursetningu hefur hann lagt lið gróðursetn-
ingu hjá ýmsum í nágrenninu, er mun hvað af hverju fara
að gefa arð.“
Það var gaman að fá tækifæri til að skoða skógana í döl-
unum inn af Málselvdal, en við erum hér í Vesturdal á
Forsetmóein, 250 m yfir sjávarmál, í hlíðunum fyrir ofan
veginn til Narvíkur. Við erum að skoða rauðgrenið, sem
hefir verið gróðursett á undanförnum árum. F.lzti teigurinn
er 19 ára. Meðalhæð trjánna er 21/á m, og hæðarvöxturinn
á ári síðustu 4 árin er 30 cm.
s*