Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 36
36
Jarðvegurinn er góður, þó kvað hann innihalda enn
meira af aðgengilegum næringarefnum fyrir grenið í brekk-
unum í birkiskóginum vestan við ána.
I dölunum inn af Málselv í líkri hæð yfir sjó og fyrrtaldir
gróðursetningarteigar, er hitastigið á tímabilinu frá Í860 til
Í950 að meðaltali 9.5° C sumarmánuðina júní—sept. Úr-
fellið yfir árið er 5—600 mm, en yfir sumarmánuðina maí—
sept. 200—250 mm. Júlímánuður getur verið ákaflega heit-
ur, en september frekar kaldur.
Við komum á marga bæi, sem áttu álitlega skóga og gróð-
ursetningarteiga. Á leiðinni til Blábergsskógarins komum
við í Leinihallarskóg í Austurdal, er ungmennafélagið hefur
komið upp. Hann þekur 20 ha iands. Þar er 30 ára rauð-
greni, 5l^ m á hæð að meðaltali. Lindifuran vex þar mjög
vel, hún er nú 20 ára gömul. Árssprotar hennar í ár eru
25—40 cm. Fyrir neðan Blábergið eru einhverjar fallegustu
fururnar í dölunum, og þar er einnig ákaflega fallegur
greniskógur, 60 ára að aldri. Þar er viðarmagnauki grenisins
22 teningsmetrar árlega á ha þessi árin.
Á eynni Senju, sem er stór eyja rétt við ströndina, voru
gerðar tilraunir með að eyða birkikjarri úr greniteignum
með hormónum. Þá gafst okkur tækifæri til að sjá piöntu-
teiginn í Suðurhlíð, er íslenzki gróðursetningarflokkurinn
gróðursetti 1949.
Suðurhlíð er á 69° 20' n. br. og 7° au. 1. Hér er sumar-
hitinn ekki eins hár og inni í dölunum, en haustið og fyrri
hluti sumars er hlýrri. Seinni tölur yfir meðalhita sýna þó
töluvert meiri hækkun á meðalhita sumars úti á eyjunum
en inni í landi. Okkur er sagt, að hér séu hvað mestar jarð-
ræktarframkvæmdir um þessar mundir.
Birkiskógarnir eru mjög víðáttumiklir. Algengasta hæð
trjánna er 6—10 m. Einnig eru nokkrir furuskógar, en þeir
eru mjög gisnir. Það hefur verið rannsakað, að hnignun
furunnar seinasta aldursskeiðið orsakast af háum aldri, sem