Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 39
39
Hér í girðingunni er einnig að finna smáplöntur a£ rauð-
greni og hvítgreni, er voru gróðursettar fyrir 3 árum. Þær
plöntur hafa ekki byrjað hæðarvöxt, sem neinu nemur
enn þá.
Dálítill birkiskógur er á suðurhluta eyjarinnar, 4—6 m á
hæð, og nokkuð uppkomnir rauðgrenilundir á stöku stað
innan um skóginn, og bar það fræ 1954.
Leiðin lá frá Harstad vestur eftir Hinney og komum við
til eyjanna við Vesturálinn. Þar eru hvassir vestanvindar
miklu algengari en á eyjunum norður frá. Nyrst á Andey er
þó lang vindasamast, sem fyrr er frá sagt. Það er strax skýlla,
þegar kemur suður fyrir nesið.
Að gamni skal fyrst nefnd skógræktin á Andey, þar sem
skilyrðin eru sízt á eyjunum. Á eynni eru 3 hreppar, og
búið er að gera áætlun um skóggræðslu í 2 þeirra, og verið
er að gera áætlun um skóggræðslu í Andanesshéraði, og er
fljótlega áætlað, að þar sé hægt að gróðursetja með árangri
barrtré í 500 ha lands.
Á eyjunum við Vesturálinn vex birkið upp í 200 m hæð
yfir sjávarmál. Þar eru barrtré gróðursett í 100—120 m hæð
yfir sjó, en þó að eins í 60—80 m hæð, þar sem meira áveð-
urs er. Oðru frernur þarf á þessum stöðum við val gróður-
setningarlands að taka tillit til hættu af völdum snjóþyngsla
og snjósigs, og einnig snjóflóða. F.innig er viðurkennt, að
hin glöggu veðráttukort skógræktartilraunanna yfir sumar-
hitann, úrfelli o. fl. séu til mikils gagns við val á gróður-
setningarlandi.
í hlíðinni fyrir ofan Sortland á Langey við Vesturálinn,
á 68° 40' n. br. og 4° 38' au. 1. í Norðurlandsfylki, skammt
fyrir vestan fylkistakmörk Norðurlandsfylkis og Troms, er
1 af um 200 gróðursetningarflötum á eyjunum við Vestur-
álinn og Lófót. Hann er í 80—90 m hæð yfir sjávarmál.
Flatarmál hans er um l/z ha. Af flatarmálinu þekur rauð-
greni helminginn, sitkagreni 14, lerki 600 m2 og skógarfura