Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 40

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 40
40 650 m2. Einnig eru á teignum nokkrar lindifurur, og nokk- ur blágrenitré. Taflan gefur yfirlit yfir hæð, þvermál og árssprotalengd trjánna í teignum árið 1956. Aldur Meðalþv. í cm Meðalh. Hæðarv. ’56 Tegund: í árum 1.3 m frá jörð í m í cm Rauðgreni 28 10 5 32 Sitkagreni 28 13 6 42 Blágreni (P. Engelm.) 28 11 41,4 30 Lerki 20 7 6 " 41 Skógarfura 25 3 15 Hæð birkisins í hlíðinni er frá 6—8 m. Botngróðurinn er aðallega bláberjalyng, aðalbláberjalyng og nokkrar grasteg- undir. Sumstaðar talsvert af skógarmosa og burknum, þar sem jarðvegur er beztur. Gróðursetningarteigurinn er í góðu grenilandi. Einnig eru undirbúnir fyrir gróðursetningu 2 teigar norðar í hlíð- inni. Það er áætlað að gróðursetja í þá næsta vor. — Sumar- hitin hér er 9.8° á C og úrfellið yfir árið 965 mm. Mjög víða við Vesturálinn er sitkagreni þroskamikið. Víða, þar sem tegundirnar sitkagreni og rauðgreni hafa ver- ið gróðursettar á sama landi og sama teig, vex sitkagrenið betur. Því er nú á þeim stöðum, sem stormasamt er og úr- fellið mikið (um 1000 mm og þar yfir), gróðursett að öðru jöfnu frekar sitkagreni. Blágrenitrén, er þarna vaxa, eru ekki eins jöfn að stærð og trén á rauðgreni- og sitkagreni-spildunum, en virðast að öðru leyti, eftir útliti að dæma, njóta sín vel. Þetta er ein af fáum tilraunum með blágreni í Norður-Noregi. Talsvert var af plöntum í uppvexti af sitka- og hvítgreni- bastarði í gróðrarstöðinni í Rovel, litlu sunnar á eynni. Fróðlegt þykir að fá úr því skorið, hvernig það muni vaxa við Vesturálinn.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.