Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 41

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 41
41 Það hefur ekki verið útvegað hingað fræ af útlendri furu til að gera tilraunir með við Vesturálinn og Lófót, nema lítilsháttar af lindifuru. Þótt bergið sé misjafnt, sem myndar eyjarnar, virðist jarðvegurinn, þar sem lauftré vaxa, vera hið ákjósanlegasta gróðursetningarland. Það má veita því eftirtekt, þegar farið er eftir ströndum eyjanna þarna vestur frá, að allir runnar og tré, sem fást til að vaxa, eru í miklu dálæti hjá íbúunum, og er hlúð að trjágróðrinum eftir mætti. Einnig er lagt mikið upp úr þýðingu trjágróðursins til að veita skjól, og margar tegundir af trjám eru ræktaðar í görðum nálægt býlunum, og einnig meðfram vegum og ökrum. AÐ NÁ TRAKTORNUM UPP ÚR! Það kemur ekki sjaldan fyrir við jarðvinnslu, að traktorinn festir sig og ann- að ökuhjólið eða bæði grafa sig niður. Einfalt ráð, til þess að ná traktornum upp úr án átaka og mannsafnaðar, er sýnt á meðfylgjandi mynd. En einnig við þetta einfalda bragð þarf að gæta forsjár, láta traktorinn taka gætilega á og nema staðar nógu fljótt, þegar hjólið er komið yfir kubbinn, því annars getur kubburinn fylgt með hjólinu, lent upp í hjólhlífinni og valdið skemmdum. — A.G.E.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.