Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 43

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 43
43 séu nefnd hefðu verið til bóta. En úr slíku má bæta, á næstu gróðurkortum sem gerð verða. Annars var það ekki tilgangur minn að skrifa dóm um þetta rit tii þess er ég því á ýmsa lund of nákominn. En ég vildi vekja athygii á því, og þó einkum þeim rannsóknum, sem þarna eru hafnar af Atvinnudeild háskólans undir for- ystu dr. Björns Jóhannessonar, og ræða um hvert gildi þær hafa fyrir íslenzkan landbúnað. Það er þegar liðinn altlangur tími síðan tekið var að ræða um beit og beitilönd hér á landi, án þess þó að nokkur nið- urstaða hafi enn fengizt. Á það hefur oftsinnis verið bent, bæði af mér og öðrum, að víða um land væru afréttir of- beittir. Kæmi það fram í eyðingu landsins og rýrari afurð- um fjárins, sem á afréttunum gengi. Fæstir hafa lagt veru- legan trúnað á þetta. Mönnum hefur orðið starsýnt á hinar miklu víðáttur iandsins og átt erfitt með að láta sér skiljast, að nokkrum kindum fleira eða færra á hverjum stað gæti iiaft veruleg áhrif á gróður landsins. Fyrst má segja, að eftir að liinn ameríski beitarsérfræðingur Campell kom hingað til lands og sagði hið sama og við heimamenn liöfðum áður bent á, að tekið væri að leggja við því hlustir að hér væri um vandamál að ræða. Kom það sér vel einmitt á þeim ár- um, þegar mikill og eðlilegur hugur var í mönnum að fjölga sauðfénu svo um munaði. En einmitt undir slíkum kring- umstæðum er áríðandi að fylgjast vel með, hvað gerist í beitarlöndum vorum. En það er ekki nóg að hlusta og jafnvel þótt einnig sé trúað því sem frá er sagt. Vér verðum að ganga úr skugga um: í fyrsta lagi hversu víðáttumikil beitilönd vér höfum til umráða, í öðru lagi hversu mikla beit landið þoiir án þess hætt sé við spjöllum og svo að afurðir beitarfjár rýrni ekki. Nú er það raunar engan veginn víst, að það síðar- nefnda fari saman. Meira að segja er líklegast, að það fylgist hvergi að fyrr en svo er komið, að landspjöllin eru orðin

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.