Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Page 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Page 45
45 hversu mikla nýtingu þetta land þolir. Fullvíst er, að mörg gróðurhverfanna eru harðla lítilvæg til beitar, svo mjög meira að segja, að nærri lætur að afréttarféð sneiði algerlega hjá þeim. Má í því sambandi nefna ýmis flóasvæði. Það er ljóst, hverjum sem fer um slík svæði, að sauðféð velur úr gróðurlendunum eftir því hvernig gróðri þeirra og legu er farið. Ef vér viljum vita með nokkurri vissu hversu mörgu fé megi að skaðlausu fyrir afurðamagn þess beita á tiltekið svæði verðum vér að kanna: 1) hvaða beitarplöntur sauðféð etur. 2) hvert sé fóðurgildi umræddra plantna og 3) hversu mikill þáttur þessara plantna sé í hverju gróð- urlendi. Vitanlega eru slíkar nákvæmar rannsóknir mjög tíma- frekar og torunnar, svo að nauðsynlegt mun reynast að fara aðra leið, sem greiðfærari væri, en það er að prófa landið með því að beita tilteknum flokki fjár á tiltekið svæði og kanna síðan vænleika fjárins af samanburðarsvæðum. Með þessum hætti er unnt að kanna, hvað mikið landið gefur af sér. En þá er eftir að vita hvort landið þolir beitina án þess að skemmast. En það verður einungis kannað með því að fylgjast nákvæmlega með landinu, uppblæstri eða ný- gróðri eftir því sem um er að ræða á hverjum stað. Og þeg- ar kortin eru komin, er létt að fylgjast með stærð gróður- lendisins, og sjá hvort landið eyðist eða grær. Slíkt er hægt að gera með því að fara um landið á tilteknum fresti og bera það saman við kortin. Og þótt ekkert annað fengist út af kortagerð þessari, er hún samt ómetanlega mikilvæg. En þeir félagar hafa ýmislegt fleira fróðlegt fram að færa. Þarna eru einnig sýndar efnagreiningar nokkurra algengra beitarplantna, og er þar með gerð byrjun að því að fá metið beitargildi gróðurhverfanna. En þær rannsóknir eru á slíku byrjunarstigi, að ekki skal fremur rætt um þær hér. Rannsóknir þær, sem lýst hefur verið, ná einungis yfir

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.