Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 45
45 hversu mikla nýtingu þetta land þolir. Fullvíst er, að mörg gróðurhverfanna eru harðla lítilvæg til beitar, svo mjög meira að segja, að nærri lætur að afréttarféð sneiði algerlega hjá þeim. Má í því sambandi nefna ýmis flóasvæði. Það er ljóst, hverjum sem fer um slík svæði, að sauðféð velur úr gróðurlendunum eftir því hvernig gróðri þeirra og legu er farið. Ef vér viljum vita með nokkurri vissu hversu mörgu fé megi að skaðlausu fyrir afurðamagn þess beita á tiltekið svæði verðum vér að kanna: 1) hvaða beitarplöntur sauðféð etur. 2) hvert sé fóðurgildi umræddra plantna og 3) hversu mikill þáttur þessara plantna sé í hverju gróð- urlendi. Vitanlega eru slíkar nákvæmar rannsóknir mjög tíma- frekar og torunnar, svo að nauðsynlegt mun reynast að fara aðra leið, sem greiðfærari væri, en það er að prófa landið með því að beita tilteknum flokki fjár á tiltekið svæði og kanna síðan vænleika fjárins af samanburðarsvæðum. Með þessum hætti er unnt að kanna, hvað mikið landið gefur af sér. En þá er eftir að vita hvort landið þolir beitina án þess að skemmast. En það verður einungis kannað með því að fylgjast nákvæmlega með landinu, uppblæstri eða ný- gróðri eftir því sem um er að ræða á hverjum stað. Og þeg- ar kortin eru komin, er létt að fylgjast með stærð gróður- lendisins, og sjá hvort landið eyðist eða grær. Slíkt er hægt að gera með því að fara um landið á tilteknum fresti og bera það saman við kortin. Og þótt ekkert annað fengist út af kortagerð þessari, er hún samt ómetanlega mikilvæg. En þeir félagar hafa ýmislegt fleira fróðlegt fram að færa. Þarna eru einnig sýndar efnagreiningar nokkurra algengra beitarplantna, og er þar með gerð byrjun að því að fá metið beitargildi gróðurhverfanna. En þær rannsóknir eru á slíku byrjunarstigi, að ekki skal fremur rætt um þær hér. Rannsóknir þær, sem lýst hefur verið, ná einungis yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.