Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Blaðsíða 49
Utanfarir og erindi
Ég hef ekki gert tíðreist til annarra landa. Síðan ég kom
frá prófi 1924 eða í 34 ár hef ég ekki farið utan og má það
telja hóflegt nú á öld utanferðanna, þegar flestir málsmet-
andi menn telja sig þurfa til útlanda helzt árlega, og fjöldi
fólks úr öllum starfsgreinum eyðir sumarleyfum sínum er-
lendis, án þess að séð verði, að það eigi þangað önnur erindi.
Ekki verður annað sagt, en utanfarir gangi hér langt úr
hófi fram, eins og reyndar flest önnur eyðsla og ekki get ég
betur séð, en erindisleysur, en svo nefni ég skemmtireisur
til útlanda, eigi lítinn rétt á sér. Má ætla að þaulsætni mína
heima megi að nokkru rekja til þessara skoðana minna. Ég
hafi ekki fundið, að ég ætti neitt brýnt erindi, en hitt mun
þó líka hafa ráðið nokkru, að ég hef aldrei talið mig hafa
fé eða tíma til slíkrar útsláttarsemi og hef eiginlega aldrei
getað skilið hvernig fjölmargir aðrir, sem ekki virtust hafa
úr meiru að spila en ég, hafa getað leyft sér slíkan munað.
Líklega hefur þó ráðið mestu, að mig hefur aldrei langað
ákaft utan, eða hef látið aðrar sterkari langanir sitja í fyrir-
rúmi.
N ú hef ég þó fallið fyrir freistingunni og er í þann veginn
að hefja utanferð, og með tilliti til framanritaðs finnst mér
tilhlýðilegt að gera nokkra grein fyrir því, með hverjum
hætti þetta hefur orðið og hvers ég vænti mér af ferðalaginu.
Er þá skemmst frá því að segja, að af sjálfsdáðum hefði ég
líklega aldrei lagt í ferð þessa, svo mjög hefur ferðakostnað-
ur vaxið á þessu yfirstandandi ári, en ekki færri en þrjár
4