Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 50

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Side 50
50 ágætar stofnanir eða félagasamtök hafa þar hlaupið undir bagga og ýtt mér á flot. Hefur þeim sjálfsagt fundizt með réttu, að þess væri þörf að fríska upp hrörnandi búfræði mína og auka kynni mín af framandi þjóðum. Hitt furðar mig, að þeim skuli finnast þetta ómaksins vert úr því sem komið er, en þökk sé þeim fyrir það, þó ég lofi engu um árangurinn. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá vænti ég mér alls ekki mikils þekkingarauka af ferðinni, eða að margt ókunn- uglegt beri fyrir augun. Það er sannfæring mín, að á bún- aðarsviðinu hafi framfarirnar í nágrannalöndunum verið smástígar síðustu 3l4 áratuginn, samanborið við framfar- irnar hér lieima, sem óneitanlega hefur verið með risaskref- um, og ekki vænti ég þess heldur að fyrirfinna margar nýj- ungar eða nýmæli, sem við hér höfum ekki þegar haft eitt- hvert veður af. Þrátt fyrir þetta efa ég ekki, að enn sem fyrr getum við margt af nágrönnum okkar lært í búmenningu og búhyggindum, enn fremur í fræðimennsku og vísinda- legum starfsaðferðum og kann að vera hollt fyrir þann, sem hrærzt hefur aldarþriðjung í því gelgjuástandi, er hér ríkir í þessum efnum, að koma sem snöggvast í umhverfi, þar sem þessi mál standa á fornum rótum, þroskuð og fast mót- uð. Annars vænti ég mests gróða af því að blanda geði og bera ráð saman við þá menn í þeim löndum, sem ég heim- sæki, er sinna hliðstæðum hlutverkum og ég hef haft með höndum hér heima. Kynnast nýjum mönnum, viðhorfum þeirra og viðfangsefnum. Tengja ný sambönd í stað þeirra gömlu, sem rofnað hafa smám saman. Þá geri ég ráð fyrir, að jafnframt því, sem ég reyni að heimsækja þær stofnanir, sem fjalla um þau viðfangsefni, er mér eru hugleiknust, þá fái ég nokkura yfirsýn yfir nýjustu fræðirit í þeim greinum, en því fer fjarri, að hér sé greiður aðgangur að slíkum bókmenntum, þótt ein og ein bók slæð-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.