Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Page 55

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Page 55
4. Pálmi Einarsson, landnámsstjóri, flutti erindi er hann nefndi: Yfirlit yfir landbúnaðinn í heild og framkvæmda- horfur á árinu 1958. -Var erindið mjög fróðlegt og hið at- hyglisverðasta. 5. Framsögumaður fjárhagsnefndar, Helgi Kristjánsson, lagði fram fjárhagsáætlanir félagsins og fylgdi þeim úr garði með nokkrum orðum. Til máls tóku: Guðmundur Jósafats- son og Olafur Jónsson. Lagði fjárliagsnefnd fram eftirfar- andi tillögu, er var samþykkt: „Fundurinn telur ástæðu til að benda á, að hyggilegt mundi að efna til funda héraðs- ráðunauta á vegum Rf. Nl. aðeins annað hvort ár. Þeirri fjárhæð, sem til þess er áætluð, skyldi í þess stað varið til aðstoðar við þau félagssamtök bænda, sem standa að fræðslu- starfsemi þeim til handa.“ Enn fremur svohljóðandi tillögu, er einnig var samþykkt: „Aðalfundur Rf. Nl. skorar á starfsmenn búnaðarsam- banda bænda á félagssvæðinu, að hlutast til um, að Ársriti Rf. Nl. verði sendar til birtingar góðar ritgerðir um búnað- armál á sambandssvæðunum." Svohljóðandi fjárhagsáætlun var samþykkt fyrir árið 1958: T e k j u r : 1. Leiga af Gróðrarstöð o. fl........... kr. 25.000.00 2. Vextir af sjóðum og innstæðum......... —■ 4.500.00 3. Styrkur frá Búnaðarfélagi íslands ..... — 6.000.00 4. Styrkur frá Búnaðarsamb................ — 2.500.00 5. Tekjur af Ársriti...................... — 24.000.00 6. Af tekjuafgangi sl. árs ............... — 5.000.00 Samtals kr. 67.000.00

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.