Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 62

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1958, Síða 62
62 Heyrt í mér sjálfum hjartað slá, hendurnar skolfið eins og strá. Þarna er reynsla mannsins, sem þykir vínið skrambi gott, skýrt upp dregin, en höfum við hana að nokkru. Það má nú telja, að fengin sé full reynsla fyrir því, að vindlingareykingar eigi drýgstan þátt í vaxandi lungna- krabba, en er nokkuð gert með þá reynslu; sumir svæla vindlingana áfram eins og ekkert sé í því trausti, að það séu þó ekki enn þá nema nokkur % af reykingamönnunum, er verði lungnakrabba að bráð, og með dálítilli heppni muni þeir sleppa. Aðrir, sem trúa minna á heppnina, setja traust sitt á verjur vindlingaframleiðendanna, svo sem reyk- síur og því um líkt, þótt þær séu af fróðum mönnum taldar gagnslausar. Þeir halda, að þeir geti leikið á dauðann með loddarabrögðum. Ekki er úr vegi að víkja aðeins að heilbrigðismálum. í þeim efnum hefur okkur fleygt fram, svo sumir þeir sjúk- dómar, er áður fyrr voru skæðar landplágur mega nú heita úr sögunni, svo sem taugaveiki, barnaveiki, smitandi lungna- bólga o. fl. Stærsta sigurinn í heilbrigðismálum höfum við þó ef til vill unnið á berklaveikinni, og sýnir hann vel, hverju samstilltur vilji og vel skipulögð barátta getur til leiðar komið. Enginn má þó halda, að nú sé óhætt að slaka á klónni og slá slöku við vamirnar. Ef til vill er þörfin aldrei meiri á öruggum verði en einmitt nú. Reynslan hef- ur sýnt, að því fer fjarri að berklaveiki sé úr sögunni, þvf aldrei virðist hættan hafa verið meiri á stórfelldum smitun- um og reynslan frá stríðsárunum sýndi, að versnandi lífskjör og lélegt viðurværi hafði í för með sér stórfellda berkla- smitun. Það er því áreiðanlega ekki tímabært að draga úr berklavörnum eða viðbúnaði til þess að mæta nýju berkla- áhlaupi.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.