Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 51

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 51
Ársriti Ræktunarfélagsins 1969 2. hefti bls. 45—48. Ekki var ávallt hægt að setja sýni beint í útrekstrartæki eftir töku, en þau voru þá geymd í kæliskáp á mieðan. Þá voru tekin sér- staklega sýni til ákvörðunar á fjölda ánamaðka. Stungnir voru hnausar 15 sm á breidd og lengd en 12 sm á dýpt og þeir reittir sundur og taldir þeir maðkar, sem fundust. NIÐURSTÖÐUR OG RABB UM ÞÆR í töflum 3, 4 og 5 eru innfærðar tölulegar niðurstöður þess- ara athugana. Hvað má nú af þessum tölum. læra? Ef við bregðum fyrst auga á töflu 3 sézt, að í öllum reitum finnst nokkuð af dýrum. Nú er því miður, svo sem fyrr er frá greint, fátt um samanburð á fjölda dýra í íslenzkum tún- um. Á árinu 1969 var þó gerð talning á dýrum í sýnum úr gömlu túni á Árskógsströnd og í töflu 4 er sýndur saman- burður á dýrafjölda í túni Tilraunastöðvarinnar á Akur- eyri og túni á Víkurbakka. Einnig eru teknar með til saman- burðar tölur frá Þýzkalandi, bæði úr graslendi og ökrum. (Brauns 1968). Rétt er að vekja athygli á því, að í töflu 4 er dýrafjöldi gefinn sem heildarfjöldi dýra á m2, en slíkt virð- ist venja í þeim heimildarritum, sem vitnað hefur verið til, þegar um er að ræða heildardýrafjölda. Hins vegar, þegar auk þess er verið að sýna dýrafjölda í mismunandi dýpt, þykir réttara að gefa fjöldann í ákveðnu rúmmáli, eins og gert er hér í töflu 3. Við athugun á tölunum í töflu 4 sézt, að dýrafjöldi í þýzku graslendi er nokkru meiri en í túni tilraunastöðvarinnar, munar þó ef til vill minnu, en álíta mætti, ef tillit er tekið til þess hversu miklu heitari sumur og lífvænlegri eru í Þýzkalandi en hér á hjara heims, einnig þegar við bætist, að sumarið 1970 er með þeim, köldustu, sem sögur fara af, einkum júlímánuður. Athyglisvert er hve dýralíf er mun meira í graslendi heldur en í ökrum í Þýzkalandi. Bendir það til þess hversu hagstætt það er dýralífi í íslenzku rækt- unarlandi að það skuli svo til allt vera undir grasi. Við

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.