Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 2
eiginlegt að þau hafa verið ómarkviss. Drifkrafturinn hefur
lengst af verið sá, að auka fiskgengd í ár, svo hafa megi af þeim
meiri tekjur. Fiskeldi hefur því sjaldnast verið lokatakmark
eldisins, heldur hefur hlutverk þess verið sá, að útvega seiði,
sem nota mætti í frekari fiskrækt. ^
A þessu hafa verið undantekningar. Skúli Pálsson á Laxa-
lóni hóf eldi á regnbogasilungi, sem hann flutti inn frá Dan-
mörku, árið 1951. Ætlunin var að framleiða regnbogasilung í
svonefndri „porsjons“-stærð, þ.e.a.s. 100-300 g fiska, sem hver
um sig þætti hæfileg máltíð fyrir einn. Skúli hugsaði þessa
framleiðslu til útflutnings, enda er regnbogasilungur, fram-
leiddur á þennan hátt, vinsæl matvara víða um lönd.
Laxeldisstöð ríkisins hóf starfrækslu árið 1963. Fyrir utan
önnur verkefni, var stöðinni ætlað, að framleiða sláturlax með
hafbeitaraðferð, sem byggir á því að sleppa seiðum af sjó-
göngustærð i sjóinn, en taka þau síðan í gildru, er þau leita
aftur til ,,heimaslóða“ sinna, sem fullvaxnir laxar einu til
tveimur árum seinna.
Tungulax hf. við Fíveragerði var reist árið 1971, en þar var
ætlunin að ala bleikju upp í fyrrnefnda „porsjons“-stærð.
Ekki gekk það, sem skyldi, m.a. vegna markaðsmála, en
bleikja er enn sem komið er ekki þekkt markaðsvara erlendis.
Upp úr 1970 tókst Norðmönnum að ná góðum árangri með
laxeldi í flotkvíum í sjónum, í skjóli skerjagarða og djúpra
fjarða. Þessi árangur Norðmanna örfaði ýmsa hér heima til
dáða. Þannig hóf Fiskifélag íslands tilraunir með flotkvíaeldi
i Hvalfirði árið 1972. Tilraunin fór út um þúfur vegna
óheppni, án þess að endanlegar niðurstöður lægju fyrir.
Eftir að þessum tilraunum í Hvalfirði lauk, hafa ýmsir
fetað í fótsporið. Þannig hefur fiskeldi í flotkvíum verið reynt í
Fáskrúðsfirði, í Vestmannaeyjum, í Lóni í Kelduhverfi og
víðar síðan Hvalfjarðartilraunin var gerð.
Árið 1976 hóf Sigurður St. Helgason og fleiri að reisa fyrstu j
strandkvíarnar hérlendis að Húsatóftum við Grindavík. Það
eldisform byggir á því, að sjó er dælt í eldisker á landi, þar sem
lax (eða annað sjávardýr) er síðan alinn, þar til sláturstærð er
náð.
4