Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 2

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 2
eiginlegt að þau hafa verið ómarkviss. Drifkrafturinn hefur lengst af verið sá, að auka fiskgengd í ár, svo hafa megi af þeim meiri tekjur. Fiskeldi hefur því sjaldnast verið lokatakmark eldisins, heldur hefur hlutverk þess verið sá, að útvega seiði, sem nota mætti í frekari fiskrækt. ^ A þessu hafa verið undantekningar. Skúli Pálsson á Laxa- lóni hóf eldi á regnbogasilungi, sem hann flutti inn frá Dan- mörku, árið 1951. Ætlunin var að framleiða regnbogasilung í svonefndri „porsjons“-stærð, þ.e.a.s. 100-300 g fiska, sem hver um sig þætti hæfileg máltíð fyrir einn. Skúli hugsaði þessa framleiðslu til útflutnings, enda er regnbogasilungur, fram- leiddur á þennan hátt, vinsæl matvara víða um lönd. Laxeldisstöð ríkisins hóf starfrækslu árið 1963. Fyrir utan önnur verkefni, var stöðinni ætlað, að framleiða sláturlax með hafbeitaraðferð, sem byggir á því að sleppa seiðum af sjó- göngustærð i sjóinn, en taka þau síðan í gildru, er þau leita aftur til ,,heimaslóða“ sinna, sem fullvaxnir laxar einu til tveimur árum seinna. Tungulax hf. við Fíveragerði var reist árið 1971, en þar var ætlunin að ala bleikju upp í fyrrnefnda „porsjons“-stærð. Ekki gekk það, sem skyldi, m.a. vegna markaðsmála, en bleikja er enn sem komið er ekki þekkt markaðsvara erlendis. Upp úr 1970 tókst Norðmönnum að ná góðum árangri með laxeldi í flotkvíum í sjónum, í skjóli skerjagarða og djúpra fjarða. Þessi árangur Norðmanna örfaði ýmsa hér heima til dáða. Þannig hóf Fiskifélag íslands tilraunir með flotkvíaeldi i Hvalfirði árið 1972. Tilraunin fór út um þúfur vegna óheppni, án þess að endanlegar niðurstöður lægju fyrir. Eftir að þessum tilraunum í Hvalfirði lauk, hafa ýmsir fetað í fótsporið. Þannig hefur fiskeldi í flotkvíum verið reynt í Fáskrúðsfirði, í Vestmannaeyjum, í Lóni í Kelduhverfi og víðar síðan Hvalfjarðartilraunin var gerð. Árið 1976 hóf Sigurður St. Helgason og fleiri að reisa fyrstu j strandkvíarnar hérlendis að Húsatóftum við Grindavík. Það eldisform byggir á því, að sjó er dælt í eldisker á landi, þar sem lax (eða annað sjávardýr) er síðan alinn, þar til sláturstærð er náð. 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.