Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 10
Yfirlit yfir helstu fiskeldisstöðvar á íslandi.
Listinn er ekki tæmandi:
Seiðaeldi Matfiskeldi Aformaðar / nýbyrjaðar
(lOstk.): (7 stk.): stöðvar (12 stk.):
Sauðárkrókur Húsatóftir við Reykjanes, Grinda-
Hólar Grindavík vík (4 stöðvar)
Fljót Hafnir á Grundartangi
Laxamýri Reykjanesi Grundarfjörður
Húsavík Fiskalón Nauteyri
Kelduhverfi í Ölfusi Sauðárkrókur
Laxalón, Rvík Hvalfjörður Ólafsfjörður
Borgarfjörður Barðaströnd Dalvík
Laugarvatn Tálknafjörður Þorlákshöfn
Kollafjörður Kelduhverfi (ISNO) Kelduhverfi
bera, eru framundan og orðin aðkallandi. Þessi verkefni lúta
að skipulagi atvinnugreinarinnar, opinberri þjónustu sem
hún þarf á að halda, rannsóknastarfsemi og menntun. Mun
ég í því sem hér fer á eftir leitast við að gera grein fyrir því
helsta, sem liggur fyrir.
1. Skipulag.
Nú er unnið að löggjöf um fiskeldi, þar sem fiskeldi mun verða
markaður rammi til þess að starfa innan. Einnig er þess að
vænta að þar verði kveðið á um hlutverk og skyldur einstakra
stofnanna, sem um hina ýmsu þætti fiskeldis fjalla. Er slík
löggjöf, sem fjallar um fiskeldi sem fiskeldi, en ekki sem hlut í
fiskrækt, orðin aðkallandi verkefni.
2. Sjúkdómavarnir/sjúkdómaeftirlit.
Mjög knýjandi er að efla og treysta sjúkdómavarnir og sjúk-
dómaeftirlit. Þetta er brýnt af tvennum orsökum, þ.e. bæði til
þess að koma í veg fyrir tjón af völdum sjúkdóma, eftir því
sem kostur er, og eins vegna hins, að erlendir kaupendur
framleiðslunnar (og innlendir einnig) geti treyst því að eins
vel sé að þessum málum staðið eins og kostur er á.
12