Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Side 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Side 16
Á stærri kanínubúum er það venja að þau dýr sem eru notuð til undaneldis eru höfð í öðru plássi heldur en hin sem ein- göngu safna hári, þar er þá t.d. hægt að hafa hærra hitastig og aðrar þær aðstæður sem henta þessu ólíka hlutverki. Undan- eldisdýrin þurfa mun meira eftirlit og hafa þar að auki trufl- andi áhrif á ullardýrin. I því húsi sem er fyrir ullardýr eiga ekki að vera nein ógelt karldýr. Þetta er vegna þess að það eitt að dýrin finna lyktina af gagnstæðu kyni gerir þau óróleg. Hafi kanínurnar haft frjálsan aðgang að kjarnfóðri yfir meðgöngutímann verða ungarnir stórir, móðirin mjólkar vel og allir lifa. Þó finnst manni hæpið að fleiri ungar lifi en spenarnir eru á kvendýrinu en þeir eru gjarna fjórir hvoru megin. Viku fyrir got, t.d. á 23. degi, þarf að opna inn í gotbúrið. Það má vera minna um sig, hugsanlega myrkvað og með heilan botn og nóg hey, svo kanínan geti búið sér til hreiður. Áður en kanínan gýtur á hún að plokka ullina af kviðnum á sér, svo spenarnir komi í ljós. Þá ull notar hún til að fóðra hreiðrið með. Gjóti kanína án þess að reita sig, þarf að gera það fyrir hana og láta ullina í hreiðrið. Betra er að klippa á henni kviðinn hafi hún ekki reitt sig sjálf. Kanínan breiðir alveg yfir ungana í hreiðrinu og þola þeir þá býsna lágt hitastig. Vel hæfilegt er að opið milli búranna sé í 10 sm hæð, það er til þess gert að ungarnir fari ekki inn til móðurinnar of snemma, hún er ekkert hjá ungunum nema meðan hún gefur þeim að sjúga. Fjarlægja þarf dauða unga ef einhverjir eru. Ef allt er í lagi eru ungarnir heitir en ef svo er ekki, er reynandi að bæta ull í hreiðrið. Gott er að gefa þeim aðeins gulrætur eða gulrófur, og hvönn er eitt það besta sem kanínur fá, þvi er um að gera að gefa þeim hana á þeim árstíma sem hún vex. Varlega þarf að fara í öll fóðurskipti, dýrunum hættir svo til að rífa í sig nýtt fóður að þau stíflast og drepast á mjög stuttum tíma. Séu dýrin á neti þarf að setja gataða plötu í báða búrbotnana fyrir got, því ekki er treystandi að dýrið gjóti í rétt búr. Mæðurnar reyna að grafa ungana niður til að fela þá, þannig að ekki dugar að láta pappa í búrið þar sem ungarnir eiga að vera. Aðalvandi þeirra sem byrja með kanínubúskap er gotið. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.