Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 18
slæm áhrif á heilsufar dýranna. Óskafóður er sem sagt hey-
kögglar með íblönduðu kjarnfóðri, samkvæmt efnagreiningu
á hverjum tíma. Vinnunni er ekki hægt að líkja við neitt nema
þá kannske við kúabúskap. Ekki þarf að fóðra nema einu sinni
á dag, og sleppa má einum degi úr á viku. Þetta gildir þó ekki
um ungamæður og miðast við sjálfbrynningu.
KLIPPING
Best er fyrir menn að byrja rúningsstörfin með skærum,
seinna kæmu svo rafmagnsklippur (hundaklippur) sem eru
smækkuð útgáfa á fjárklippum. Rúningurinn er aðalstarfið á
kanínubúi og það sem allt veltur á, tímafrekt og vandasamt
starf en á flestra færi og létt vinna er menn ná tökum á
klippingunni. Kaninu verður að klippa á 90 daga fresti, strax
eftir þann tíma fer ullin að flókna og ódrýgjast. Menn auka
ekki ullarmagnið með því að láta líða lengri tíma á milli
klippinga.
Byrjað er á að koma sér upp aðstöðu, bjart ljós, hvítt borð,
stærð um 1x2 metrar, hár kollur, góð skæri og kambur (mynd
2). Áður en farið er að klippa þarf að kemba dýrið vel, gera
ullina greiða og við erum alltaf að grípa til kambsins eftir því
sem líður á klippinguna. Byrjað er að skipta ullinni eftir
miðjum hrygg og síðan klippt niður hliðarnar. Erfitt er að
gera sér grein fyrir hve langan tíma tekur að klippa eitt dýr en
það gæti tekið um 10-30 mínutur, allt eftir æfingunni.
Ullin skiptist í 5 flokka:
1. flokkur: Algjörlega hrein og óflækt ull, lengd 6 sm eða
meira.
2. flokkur: Algjörlega hrein og óflækt ull, lengd 3-6 sm.
3. flokkur: Hrein og óflækt ull (sömu kröfur og að ofan),
styttri en 3 sm.
4. flokkur: Hrein en flækt ull.
5. flokkur: Óhrein og flækt ull.
Sumir kaupendur gera að vísu ekki kröfur um nema 5 sm
20