Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 36

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 36
stríðu. Ég ber hér fyrst niður á part úr erindi sem Séra Ólafur Ólafsson hélt á búnaðarnámsskeiði á Hjarðarfelli 1914. Þar segir svo: „Ég tók mig einu sinni til í fyrra vetur og fór að grafast eftir, með þeim gögnum sem ég hafði fyrir hendi, hlut- fallinu milli blíðunnar og éljanna eða á milli góðu og vondu áranna. Taldist mér svo til, að frá landnámstíð hafi verið 207 óár á móti 703 góðum eða dágóðum árum. Hlutfallið milli vondu og betri áranna er eins og 2 á móti 7 eða til jafnaðar 3-4 ár góð á móti einu ári vondu. Blíðan því þrisvar til fjórum sinnum meiri en élin. Hvalrekar mega því heita tíðir en því hægra ætti þá líka að vera að standast lakan árin. En á því hefir um alla tíð viljað verða mikill misbrestur hjá oss, og því hefir þjóðin tíðum orðið fyrir stórtjóni“. Hér er sterk hvatning til bænda að láta ekki vondu árin taka af sér ráðin, hafa allan vara við og læra af reynslunni. En eftir að presturinn talaði á Hjarðarfelli halda áfram að koma góð ár og vond ár og 1926 er mikið óþurrkasumar og um áramótin 1926-1927 skrifar Páll Zóphoníasson grein í Frey þar sem hann hvetur til þess að taða verði efnagreind svo bændur viti hvað þeir hafi í höndunum. Og Stefán Hannes- son bóndi í Litla-Hvammi skrifar í Búnaðarritið grein sem er dagsett 30. nóvember 1926 og þar er að finna eftirfarandi kafla: „Eigum við að láta rosann ráða? Er okkur það samboðið og sæmandi eftir að vothey hefir verið verkað hér á landi í 40 ár með ágætum árangri, að láta þokuna, suddann, molluna, dagmálaglennur og húðarrigningar leika sér að því að grautfeyja töðuna á túnunum í kringum bæ- ina um hábjargræðistímann“. Og enn skrifar Stefán: „Eftir allt sem hefir verið sagt og skrifað um súrhey, 38
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.