Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 37
sæthey, vothey og kryddhey er það aðeins eitt, sem kot-
bændur og búskussar geta haft sér til afsökunar þegar
þeir eru að leysa bleika töðu úr stáli, eða fleygja hisminu
af möðkuðu sátunni sem búin er að liggja sér til húðar á
túninu og gera sætið að svörtu flagi og það er þetta: Þeir
sem mest og best hafa sagt og skrifað um votheysverkun
eru flestir stórbændur, fyrirmyndar bændur, lærðir
ráðunautar eða búnaðarskólastjórar“.
Þannig var ritað fyrir hálfri öld. Stefán bóndi í Litla-
Hvammi var ómyrkur í máli.
Og enn við svipað heygarðshorn 1931. Þá ritar Sigurður
Sigurðsson, búnaðarmálastjóri:
„Hér á landi þokar votheysgerð hægt áfram. í mörgum
sveitum er hún enn nær óþekkt. Engir hafa þó meiri þörf
fyrir haganlega votheysgerð en vér íslendingar. í vot-
viðrum er allt í írafári með heyþurrkinn. Helmingur, já
oft og tíðum meira, af næringargildi heysins fer for-
görðum fyrir hrakning“.
Eins og af nefndum tilvitnunum sést, þá settu menn á
þessum árum, traust sitt á votheysverkun, en framámönnum
finnst lítið þokast í því efni. Metúsalem Stefánsson hvetur
enn til votheysgerðar í Frey 1935, og segir einnig í sömu grein:
„Við heyverkun er ljóst að heyið verður aldrei betra en
það gras sem slegið er, raunar er alltaf eitthvert tap.
Heyverkun miðast að því að hafa þetta tap sem minnst.
. . . Ef verkað er í þurrhey þarf sem fyrst að koma raka
niður í 35-40% til þess að koma í veg fyrir öndunartap.
Láta hálfþurrt hey ekki liggja flatt en ofþurrka ekki
heyið. Ef heyið hrekst eða ef hitnar í því verður tap
vegna gerlastarfsemi. Hrakning og hita þarf að forðast.
. . . Af öllu þessu er augljóst, að það er skyldugt að leggja
hina ítrustu alúð og nákvæmni í heyverkunina og það er
stórfé í húfi þegar heyin hrekjast og hirðast illa“.
39