Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Side 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Side 39
hvaða reynsla hefði fengist um súgþurrkun á Suðurlands- undirlendi. Úr niðurstöðu í skýrslu um þessa athugun sem undirrituð er af þeim Hjalta Pálssyni, Hjalta Gestssyni og Degi Brynjólfssyni er eftirfarandi: „Eftir óþurrkasumarið 1949 var um helmingur súg- þurrkaðra heyja eins góður og best verður í þurrka- sumrum, þar sem heyið er þurrkað úti. Hinn helming- urinn mun hafa verið svipaður og hjá almenningi sem ekki hafði súgþurrkun“. Þessi niðurstaða í þessari athugun ásamt og með mörgum prýðis ábendingum og tillögum um smíði og framkvæmd súgþurrkunar, sem lesa má í téðri skýrslu, hefði að því er best verður séð eftir á, átt að útbreiða súgþurrkun um gjörvallt land inn á hvert bændabýli. En sú varð þó ekki raunin á, því rétt um 1975 þegar sá er þetta ritar gerði athugun á útbreiðslu súgþurrkunar á Norðurlandi, var enn svo að um helmingur bænda þar hafði enga súgþurrkun að gagni og mér er mjög til efs að nokkuð sé betur búið, að þessu leyti, í öðrum lands- hlutum. Því er það ekki að ófyrirsynju að ég held að meiru megi bjarga af fóðureiningum, þegar á móti blæs, heldur en orðið hefur á síðustu árum. Við vitum að það er hægt að gera þannig vothey að vildarfóður er og sem eitt sér nægir handa fé og mjólkurkýr má fóðra á því að verulegum hluta. Við vitum að rétt smíðuð og rétt notuð súgþurrkun er ótrúleg hjálp við heyskapinn — styttir hann og léttir í góðum árum og getur riðið baggamuninn hvort góð hey fást í þeim hinum lélegri heyskaparárum. Þrátt fyrir þetta er votheysgerð lítil í landinu — innan við einn tíundi hluti heysins er verkaður þannig og þó að á hvern bónda í landinu komi þrjár dráttarvélar þá er ekki viðhlítandi súgþurrkun, enn í dag, nema á öðrum hverj- um bæ. Hér þarf að verða breyting á. Bændur þurfa að taka um það ákvörðun hver og einn hvort muni þeim betur henta að verka í vothey eða þurrhey og sé þá tekið tillit til aðstæðna með hús og tæki sem þegar eru fyrir á búinu en einnig og ekki 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.