Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 39
hvaða reynsla hefði fengist um súgþurrkun á Suðurlands-
undirlendi. Úr niðurstöðu í skýrslu um þessa athugun sem
undirrituð er af þeim Hjalta Pálssyni, Hjalta Gestssyni og
Degi Brynjólfssyni er eftirfarandi:
„Eftir óþurrkasumarið 1949 var um helmingur súg-
þurrkaðra heyja eins góður og best verður í þurrka-
sumrum, þar sem heyið er þurrkað úti. Hinn helming-
urinn mun hafa verið svipaður og hjá almenningi sem
ekki hafði súgþurrkun“.
Þessi niðurstaða í þessari athugun ásamt og með mörgum
prýðis ábendingum og tillögum um smíði og framkvæmd
súgþurrkunar, sem lesa má í téðri skýrslu, hefði að því er best
verður séð eftir á, átt að útbreiða súgþurrkun um gjörvallt
land inn á hvert bændabýli. En sú varð þó ekki raunin á, því
rétt um 1975 þegar sá er þetta ritar gerði athugun á útbreiðslu
súgþurrkunar á Norðurlandi, var enn svo að um helmingur
bænda þar hafði enga súgþurrkun að gagni og mér er mjög til
efs að nokkuð sé betur búið, að þessu leyti, í öðrum lands-
hlutum.
Því er það ekki að ófyrirsynju að ég held að meiru megi
bjarga af fóðureiningum, þegar á móti blæs, heldur en orðið
hefur á síðustu árum. Við vitum að það er hægt að gera
þannig vothey að vildarfóður er og sem eitt sér nægir handa fé
og mjólkurkýr má fóðra á því að verulegum hluta. Við vitum
að rétt smíðuð og rétt notuð súgþurrkun er ótrúleg hjálp við
heyskapinn — styttir hann og léttir í góðum árum og getur
riðið baggamuninn hvort góð hey fást í þeim hinum lélegri
heyskaparárum. Þrátt fyrir þetta er votheysgerð lítil í landinu
— innan við einn tíundi hluti heysins er verkaður þannig og
þó að á hvern bónda í landinu komi þrjár dráttarvélar þá er
ekki viðhlítandi súgþurrkun, enn í dag, nema á öðrum hverj-
um bæ. Hér þarf að verða breyting á. Bændur þurfa að taka
um það ákvörðun hver og einn hvort muni þeim betur henta
að verka í vothey eða þurrhey og sé þá tekið tillit til aðstæðna
með hús og tæki sem þegar eru fyrir á búinu en einnig og ekki
41