Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 60
hringnum, hafa gefið tilefni til sögunnar um Þórdísi sækonu, sem dregin var á öngul. Séra Jónas segir söguna af sækonunni svipað og gert er í þjóðsögum, en getur þó ekki um nafn hennar. Segir hana hafa verið „með snældu í hendi, og rauðan toga á handleggnum“, er hún dróst. Tólf áttu kýrnar að vera, sem gengu á land, „en höndluðust ekki nema mjög fáar.“ Ekki getur hann um neitt naut í flokknum. Að lokum má geta þess til gamans, að til er alllangt kvœði um atburðinn í Höfða, er fjallar þó aðallega um viðskipti sækonunnar og prestsins, en getur sækúnna ekki. Kvæðið er birt í Heima er bezt, 26. árg. 2. hefti, 1976, og heitir„Presturinn á Höfða í Höfðahverfi“. Var það sungið undir alkunnu lagi, og virðist hafa verið vel þekkt í Eyjafirði og Skagafirði. 4. Sækýr undir Eyjafjöllum. Á íslandskorti Guðbrands biskups Þorlákssonar, sem prentað var fyrst árið 1595, í hinni frægu kortabók Orteliusar, og síðar í ýmsum ritum og útgáfum, er mynd af kúm undir Eyjafjöll- um, og stendur þar þessi skýring: Vaccœ marinœ, þ.e. sœkýr. Telur Einar Ól. Sveinsson, það benda til að Guðbrandur hafi heyrt þaðan einhverjar sækúasögur á 16. öld (E.Ó.S.: Um ísl. þjóðsögur, bls. 77), en það gæti þó verið tilviljun, að sækýrnar voru teiknaðar þarna. Geta má þess, að í Mýrdal og Eyjafjallasveit var mikið um huldukýr, og eru þaðan runnin sum bestu kúakyn landsins. Hefi ég fengið þaðan nýlegar og óskráðar huldunautasögur. 5. „Nykurkýr“ á Suðurlandi. Eftirfarandi frásögn er að finna í „Dulrænum smásögum“, skráðum af Þorsteini Þórarinssyni, í tímaritinu Inn til fjalla, I, bls. 21, 1949. Sýnir hún hvað mjótt getur verið á mununum milli nykra og sænauta eða vatnakúa, að sumra áliti, og má segja að það styrki þær dulrænu skýringar, sem reifaðar voru í niðurlagi greinar minnar í síðasta hefti Ársritsins. Nykrar eru annars algengir um landið allt. 62
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.