Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Side 68
Keldnaholts um 8.2 millj., hvar af eru 7.0 millj. í gegnum
sértekjurnar (styrkina) og er engu líkara en að tilkoma þessara
styrkja hafi dregið fé frá ríkinu til Keldnaholts á kostnað
tilraunastöðvanna að hluta. Athyglisvert er að framlag til
tilraunastöðvanna, bæði að upphæð og þó sérstaklega að
hlutdeild fer snarminnkandi hin síðustu ár og fer þess að gæta
1979 (22.3%) og tekur skriðinn 1981 (21.6%) niður í 14.9%
1983.
Það má skjóta þvi hér inn í að leyfð stöðugildi á launum á
Keldnaholti eru um 50 talsins nú, en 9.5 á stöðvunum fimm
og mun þetta hlutfall ekki hafa tekið miklum breytingum
síðastliðinn áratug a.m.k. Hins vegar má lesa úr Ársskýrslum
RALA, sem fyrst komu út 1974, að miklu fleiri hafa verið þar
í vinnu t.d. yfir 100 manns 1981 utan stöðvanna fimm. Því má
leiða að því líkur að hlutfallið 50:9.5 er í reynd hærra og
kemur það trúlega til vegna sértekna RALA á Keldnaholti.
Þar sem reikningar fyrir 1984 eru ekki uppgerðir þegar
þetta er ritað, verður þetta dæmi ekki reiknað lengra í bili, en
fjárlög 1984 og 1985 benda til þess að dauðastíði stöðvanna
fari nú brátt að ljúka. Er það vel í sjálfu sér úr því sem komið
er. Á hinn bóginn er orsök dauðdagans, ef til kemur, aumk-
unarverð. Hún lýsir sér, að því er virðist, í algjöru skilnings-
leysi þeirra sem fjármagninu ráða á grundvallaratriðum og
tilgangi virkrar rannsóknarstarfsemi í landbúnaði. Tiltrú
þeirra sem hennar eiga að njóta má aldrei skorta, með öðrum
orðum þetta: Andlit rannsókna- og leiðbeininga sem að
bændum snýr, er og getur aldrei orðið á mölinni eða malbik-
inu — það er úti í héruðunum, mitt á meðal hinna st-arfandi
bænda. Þetta er engin rómantík heldur bláköld staðreynd,
sem fullkomlega hefur sannað gildi sitt að því leyti sem það er
hægt með andhverfu sinni. Andlitið á Keldnaholti snýr við
ríkiskassanum og hinum stóra heimi og hefur hlotið umbun
fyrir það, enda sæmilega pattaralegt. Andlit RALA sem snýr
bara að bændum, þ.e. tilraunastöðvanna, er hins vegar grátt
og kinnfiskasogið, en hvað varðar skömmtunarstjórana um
það?
Rannsóknastofnun landbúnaðarins og þar með tilrauna-
70