Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 40

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 40
42 Sumir hafa haldið því fram, að það lægi utan við verka- hring kaupfélags að reka sparisjóð, sem þess utan væri svo lítill, að hann hefði enga almenna þýðingu, bætti ekk- ert úr hinni almennu lánsþörf héraðsmanna yfir höfuð. Pað væri því réttara að leggja fé þessa sparisjóðs saman við fé annara sparisjóða hér í Húsavík og nágrenninu og gera úr því eina öfiuga útiánsstofnun fyrir alt héraðið; eða þá, ef hér í Húsavík fengist stofnað bankaútbú, sem auðvitað er knýjandi nauðsyn, þá að leggja fé sparisjóðs- ins þar í, svo að það gæti komið að almennari notum. Til þessa álits er því að svara: 1. ) Alt eðli og starfsemi kaupfélaga er fjárhagslegt (ökonomiskt). Pau eru stofnuð til þess að spara og til fjárafia félagsmönnum til fjárhagslegra trygginga og efling- ar atvinnuvegum þeirra. Ekkert getur því verið eðlilegra eða betur í samræmi við eðli og tilgang kaupfélaganna en það, að safna saman því fé félagsmanna, sem þeir þurfa ekki að brúka í svipinn, eða hafa ekki aðstöðu til að brúka í eigin þarfir til atvinnureksturs, ávaxta það á öruggan hátt og verja því til fjárhagslegrar eflingar bæði félagsins í heild og einstakra félagsmanna. 2. ) Þessari eigin innri fjárhagseflingu og því sjálfstæði, sem þar af flýtur, sviftir kaupfélagið sig, ef það sleppir umráðum á þessum fjárstofni, og kemur honum undir annarlega stjórn fyrirtækis, sem ekkert á skylt við kaupfé- lagsskap eða samvinnu, eins og t. d. bankaútbú, sem ekki mundi heldur draga mikið um þessa fjárhæð. Ekki held- ur gæti hún verið stórt skilyrði fyrir stofnun bankaútbús í héraðinu, og enn síður skæður keppinautur um peninga- verslunina í héraðinu. 3. ) Sparisjóði K. F*. hefir aldrei verið ætlað að hafa almenna þýðingu sem lánsstofnun. Verkahringur hans hefir aldrei verið hugsaður að ná út fyrir takmörk og til- gang félagsins sjálfs. Innan þess hefir hann mikla fjár- hagslega þýðingu og áhrif, en í stærri verkahring litla. Þetta er ekki heldur í neinu misræmi við eðli og tilgang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.