Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Qupperneq 40

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Qupperneq 40
42 Sumir hafa haldið því fram, að það lægi utan við verka- hring kaupfélags að reka sparisjóð, sem þess utan væri svo lítill, að hann hefði enga almenna þýðingu, bætti ekk- ert úr hinni almennu lánsþörf héraðsmanna yfir höfuð. Pað væri því réttara að leggja fé þessa sparisjóðs saman við fé annara sparisjóða hér í Húsavík og nágrenninu og gera úr því eina öfiuga útiánsstofnun fyrir alt héraðið; eða þá, ef hér í Húsavík fengist stofnað bankaútbú, sem auðvitað er knýjandi nauðsyn, þá að leggja fé sparisjóðs- ins þar í, svo að það gæti komið að almennari notum. Til þessa álits er því að svara: 1. ) Alt eðli og starfsemi kaupfélaga er fjárhagslegt (ökonomiskt). Pau eru stofnuð til þess að spara og til fjárafia félagsmönnum til fjárhagslegra trygginga og efling- ar atvinnuvegum þeirra. Ekkert getur því verið eðlilegra eða betur í samræmi við eðli og tilgang kaupfélaganna en það, að safna saman því fé félagsmanna, sem þeir þurfa ekki að brúka í svipinn, eða hafa ekki aðstöðu til að brúka í eigin þarfir til atvinnureksturs, ávaxta það á öruggan hátt og verja því til fjárhagslegrar eflingar bæði félagsins í heild og einstakra félagsmanna. 2. ) Þessari eigin innri fjárhagseflingu og því sjálfstæði, sem þar af flýtur, sviftir kaupfélagið sig, ef það sleppir umráðum á þessum fjárstofni, og kemur honum undir annarlega stjórn fyrirtækis, sem ekkert á skylt við kaupfé- lagsskap eða samvinnu, eins og t. d. bankaútbú, sem ekki mundi heldur draga mikið um þessa fjárhæð. Ekki held- ur gæti hún verið stórt skilyrði fyrir stofnun bankaútbús í héraðinu, og enn síður skæður keppinautur um peninga- verslunina í héraðinu. 3. ) Sparisjóði K. F*. hefir aldrei verið ætlað að hafa almenna þýðingu sem lánsstofnun. Verkahringur hans hefir aldrei verið hugsaður að ná út fyrir takmörk og til- gang félagsins sjálfs. Innan þess hefir hann mikla fjár- hagslega þýðingu og áhrif, en í stærri verkahring litla. Þetta er ekki heldur í neinu misræmi við eðli og tilgang

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.