Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Page 33

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Page 33
35 Ríkustu þjóðirnar eru þessvegna ekki í hitabeltinu, þótt framleiðsltmáttur náttúrunnar sé þar mestur, held- ur i tempraða beltinu eða í fempruðu loftslagi. Frjósamur jarðvegur, verðmætir málmar og skilyrðin. aðrar námur, hagstæð lega fyrir samgöng- ur og verzlun, temprað loftslag og vissan fyrir því, að náttúrufar eða stjórnarfar eyðileggi ekki ávexti vinnunnar, eru beztu skilyrðin fyrir iðjusemi, and- legum og bkamlegum þroska og framförum og efna- hagslegri vellíðan hvers einstaklings og hverrar þjóðar. Maðurinn á ekki að vera þræll náttúrunn- þræH herra. ar’ heldur herra — og gera sér hana und- irgefna, og að nokkru leyti geta menn líka ráðið við og bætt úr þeim erfiðleikum, sem jarðræktin alstaðar á við að stríða. Ur vatnsskorti má bæta með áveitu, enda er það viða gert í stórum stíl, einkum í N. Italíu, A.-Indlandi, Egyptalandi og nú i seinni tíð einnig í Ástralíu. Auk þess, sem bæta má úr vatnsskortinum með áveitunni, þá má einnig með henni bæta úr frjóefnaskorti — frjóvga jarðveginn. Nálega í öllum löndum Evrópu er hið rækt- aða land aukið, ýmist með uppfyllingu af framburði vatna, með stýflugörðum úti fyrir ósum þeirra, eða með því að þurka upp stöðuvötn og rista fram mýrar. Hið fyrra hefir einkum verið gert sunnantil við strendur Norðursjávar, i Ditmarsken, Hollandi og á Englandi austanverðu. Að framræslu mýranna er mjög mikið unnið um alla N.-Évrópu, og einnig þurkun vatna. Mold- arsnauð héruð, eins og t. d. Flæmingjaland, eru fyrir langvarandi ræktun og áburð orðin mjög frjósöm. Stein- efnaforða jarðarinnar er ekki unt að breyta til muna á

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.