Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Page 19

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Page 19
21 um langt ára skeið. — Um ágreining þann, sem ver- ið hefir milli hans og stjórnar Búnaðarfélags íslands, lýsir fundurinn aðeins þeirri afstöðu, að hann óskar, að búnaðarmálastjórastaðan verði eigi veitt fyrir næsta búnaðarþing". Samþykt í einu hljóði. 8. Frú Sigrún Blöndal í Mjóanesi flutti snjallan fyrir- lestur um húsmæðramentun kvenna. Stjórn Búnaðarsambands Austurlands hafði óskað þess, að fyrirlestur þessi yrði sniðinn sem innleiðsla að umræðum á fundinum. Var þess því getið í lok fyrirlestursins, að fyrirlesarinn hugsaði sér, að umræð- ur snérust sérstaklega um þörf húsmæðraskóla á Aust- urlandi. Að loknum umræðum kom fram svohljóðandi til- laga: „Fundurinn ályktar að fela stjórn Sambandsins að vinna að því, að sem allra fyrst verði stofnaður og starfræktur húsmæðraskóli á Austurlandi (sveitaskóli)". Samþykt í einu hljóði. 9. Gróðrarstöðvarmálið. Um þetta mál urðu mjög miklar umræður. Voru fundarmenn skiftir í þessu máli. Framsögu þess hafði Björn Hallsson, og las hann upp öll þau bréf, sem farið hafa á milli Sambandsins og ríkisstjórnarinnar, frá síðasta aðalfundi. Einnig lesin upp samþykt síðasta aðalfundar. Aðalágreininguriun er sá í þessu máli, að skoðanir skiftast um það, hvort gróðrarstöðin verði

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.