Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Side 27

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Side 27
29 kaup á jörðinni Gíslastaðagerði í Vallahreppi. Jörð þessa keypti Sambandsstjórnin á sína eigin ábyrgð, en býður hana nú Sambandinu til kaups, ef aðalfundur þess, sem nú stendur yfir, tekur þá ákvörðun, að flytja Gróðrarstöðina frá Eiðum. Fyrir þessum fundi liggur þetta mál því þannig, að ríkisstjórnin hefir tekið aftur kauptilboð sitt og hinsvegar eigi svarað bréfi stjórnar Sambandsins, skrifað í febrúar 1925 um það, hvort hún ætlaði að nota forkaupsrétt sinn á eignum Sam- bandsins á Eiðum. Erlendur Þorsteinsson, búfræðingur, var ráðinn starfsmaður við Gróðrarstöðina með svipuðum kjör- um og áður. Afurðir stöðvarinnar urðu 112 hestar af heyi, af því var nálægt helmingur hafragras, en hitt taða. Nokkur hluti húseignar Sambandsins var leigður Alþýðuskólanum á Eiðum með svipuðum kjörum og undanfarin ár. 2. Tilraunastarfsemi utan Eiða. Fræræktarstöðin á Hallormsstað, sem er ein vallardag- slátta að stærð, er nú búin undir sáningu. Tilraunir hafa verið gjöröar með tilbúinn áburð að Þverhamri í Breiðdal, Skeggjastöðum á Ströndum og að nokkru leyti á Víðivöllum í Fljótsdal. 3. Jarðrækt. Þetta ár hefir aðeins verið unnið með útgerð Sam- bandsins í einum hreppi, tæpar 6 vikur. Unnið var með 5 hestum þennan tíma. Nú var hið svonefnda Bíldherfi notað hér í fyrsta sinn. Var ætlast til, að á eftir því gengi krókherfi, er var keypt þá nýtt, og átti

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.