Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Side 36

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Side 36
38 sýslu á hrútasýningar og á bændanámskeið í Horna- firði. Voru hrútasýninga haldnar í eftirtöldum hrepp- um: Eiðahr., Vallahr., Skriðdalshr., Norðfjarðarhr., Fáskrúðsfjarðarhr., Stöðvarfjarðarhr., Breiððalshr., Beruneshr., Qeithellahr., Bæjarhr, Nesjahr., Mýrahr., Borgarhafnarhr. og Hofshr. Aðeins 2 hreppar á öllu því svæði, er sýningar áttu fram að fara þetta haust, höfðu beiðst undanþágu. Er það óvenjulega góð og almenn þátttaka í þesskonar leiðbeiningum. Með sýningunum á þessu hausti er annari yfirferð minna lokið um alt Sambandssvæðið í þesskonar er- indum, og hefir mér virzt, að sú starfsemi muni hafa haft talsverðan árangur, á ekki lengri tíma en hér um ræðir, nefnil. 4 árum. í seinni umferðinni hefi ég haft öllu betri, eða miklu jafnari hrúta, en á hinni fyrri. Framfarirnar hafa þó orðið mestar í þeim hreppum, sem lökustu hrútana höfðu áður. Það er eins og þeir hafi uppörvast, til þess að standa ekki að baki hinum, í fjárræktinni, sem vænna fé höfðu og lík fjárræktar- skilyrði voru fyrir hendi. Og það hafa menn lært á þessum sýningum, að þekkja einkenni þau á hrútun- um, sem lögð hafa verið til grundvallar fyrir verð- launum á sýningum. Því í síðari umferðinni hefir varla komið fyrir, að óhæfir hrútar hafi komið á sýning- arnar. Um sýningar á síðasta hausti er það að segja, að hrútar á þeim voru yfirleitt vonum betri. Yfir alla Suður-Múlasýslu er fjárræktin á mjög líku reki. Eng- in sýning þar í haust bar mjög af annari, og enginn hreppur virtist mér standa mikið að baki hinna, hvað

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.