Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Síða 40

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1924, Síða 40
42 karla og kvenna sé upprunalega ólíkt, og að það seu ekki karlmennirnir, eða máttur hins sterkara, er hafi úthlutað konunum starfssvið þeirra, heldur sé það náttúran sjálf, vegna þess að það sé hohara heildinni og hagkvæmara fyrir búskap mannanna. Hallast ég eindregið að þessari síðartöldu skoðun, meðfram af því, að hún er í fyllra samræmi við þá sannfæringu mína, að lífið lúti einhverjum æðri til- gangi og að réttur einstaklingsins sé ekki æðsta lög- mál tilverunnar. I. Kvennaskólar þeir er við höfum átt, íslendingar, hafa bygt á þessari skoðun. þeir hafa allir tekið meira og minna tillit til sérstöðu kvenna og hafa sniðið fræðslu sína eftir því. þessir skólar hafa veitt stúlkum bæði verklega og munnlega fræðslu, sem álitin var við hæfi þeirra. Aftur á móti virðast aðgerðir þings og þjóðar í mentamálum kvenna síðari árin benda ótvírætt til þess, að lítið eða ekkert tillit sé tekið til sérstöðu kvenna í þjóðfélaginu og því síður til séreðlis þeirra. Konur hafa nú jafnan rétt og karlar til allra opinberra skóla. Með því munu margir líta svo á, að útrætt sé um almenna mentun kvenna, en mjög er það óvíst. Ég þykist þess fullviss, að þeir tímar komi, er menn sjá að taka þarf tillit til séreðlis kvenna, þegar um er að ræða almenna mentun þeirra og að misráðið var að sníða þeim þar sama stakk og körlum. Annars er það þessu erindi óviðkomandi, að tala um almenna ment-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.